Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 107
BUNAÐARRIT
97
ekki leitt í Ijós sömu óeigingirni meðal þeirra, er
framleiða tannduft.
V.
Slæmur munnsjúkdómur næst á eftir tannátu er
graftrarbólga kringum tannrótina (pyorrhoea). Það
er ekki auðvelt að sjá merki hennar á beinunum;
en það virðist að minnsta kosti liklegt, að miðalda
Islendingar, Eskimóar og aðrir, sem hafa eftir sig
látið holulausai' tennur, hafi líka verið lausir við
þennan sjúkdóm eða að minnsta kosti ekki verið al-
varlega þ-jáðir af honum. Þeir, sem hafa nýlega rann-
sakað það, hafa með likum hætti fundið, að Eskimó-
ar, sem enn lifa á sínum innlenda kosti, hafa yfir-
leitt óvenjulega heilbrigðan munn og eru þar með
iausir við þennan sjúkdóm.
Eitt atriði, sein við veittum athygli í vellíðan okkar
kjötárið okkar í New York og svipuð ár í norðurvegi,
var það, að við vorum lausir við höfuðverk. Eg var
vanur að hafa oft höfuðverk, áður en eg fór norður,
og hefi hann stundum, þegar eg lifi við blandaðan
kost. Orsakirnar eru ekki ljósar og það, sem eg segi
um þetta efni, er meira til málamynda en allt annað
í þessari grein.
Það sást af x-geislainyndum kjötárið okkar í New
York, að miklu minna iðragas var í okkur, þegar við
lifðum á kjöti en þegar við vorum á blönduðum kosti
— sama sem ekkert gas. Verk Dr. John C. Torrey
sýndi, að meltingu og hægðum fylgdi ekki sá óþefur,
sem kemur fyrir við jurtafæðu og blandaðan kost.
En ekki verður nema getum leitt að því, hvort við
vorum lausir við höfuðverkinn vegna þess, að við
vorum lausir við einskonar rotnun fæðunnar í iðr-
unum.
Frá því hefir verið sagl í bókum, að grænmetis-
bindindi varnaði höfuðverk. Merkilegt dæini er Fran-
7