Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 109
BÚNAÐARRIT
9Í>
frá því í American Journal of Digestive Diseases and
Nutrition, að eg sé enn talsvert betri en í meðallagi
i þeim atriðum, sem talið er að versni við kjötát.
Sama dóm kveða tilfinningar mínar upp. Eg hefi t. d.
aldrei enn fundið til gigtar.
Víðtækasta ályktunin, sem draga má af þeim þæg-
indum, nautn og langvinnri vellíðan, sem kjötátið
veitti okkur, er sú, að mannslíkaminn er heilbrigðara
og fulllcomnara fyrirtæki en vér venjulega viður-
kennum. Maður getur að því er virðist þrifist á kjöti
án grænmetis, á grænmeti án kjöts eða á blandaðri
fæðu.
Tvær sögur sýna stuttlega eitt merkilegasta atriði
þessa máls, það sem snertir tennurnar. Árið 1903
heyrði eg forseta læknaskóla háskólans í Pennsjd-
vaníu segja i fyrirlestri, að hann liéldi, að tannlæknar
hefðu til þess tíma gert meira ógagn en gagn, en eftir
það jnundu þeir gera meira gagn eia ógagn. 1928, er
eg sagði þetta Dr. Percy R. Howe, forstöðumanni For-
syth tannspítalans fyrir hörn, þá sagðist hann halda,
að sá góði forseti hefði verið að minnsta kosti tuttugu
ár á undan timanum. Eg skildi Dr. Howe þannig, að
tannlæknar hefðu lengi gert mikið gott í einstökum
tilfellum, en að það væru aðeins tíu síðustu árin eða
svo sem gagnið hefði til jafnaðar yl'irgnæft ógagnið
að miklum mun.
Þó að kjötætur virðist til jafnaðar hafa góða heilsu,
verðum vér að lokum að læra varúð af fullkomnasta
dæmi þeirra á vorum tímum, Eskimóunum við Krýn-
ingarflóa.
Hr. Diamond Jenness, sem nú er aðalmannfræð-
ingur Canadastjórnarinnar í Ottawa, dró þá ályktun
af reynslu sinni við flóann, er hann var þar mann-
fræðingur á þriðju norðurför minni, að tvö aðal bana-
meinin væru slys og elli. Þetta er i öðru formi sama