Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 112
102
BÚNAÐARRIT
mér það svo í samanburði við það, er eg lifði á bland-
aðri fæðu.
Yðar einlægur
Karsten Andersen.
Yfirlijsing frá Dr. Clarence W. Licb.
400 Madison Ave., New York,
21. febrúar 1936.
Kg hefi lesið greinar Vilhjálms Stefánssonar „Ad-
ventures in Diet“ (Mataræfintýr), sem birtust í Har-
per’s Magazine í nóvember, desember og janúar síð-
astliðnum. í sambandi við endurprentun þeirra kynni
að vera gott að taka fram það, sem hér segir:
Mér virðast tímaritsgreinarnar nákvæmar svo langt
sem þær ná, en mér finnst eindregið, að þær ættu að
vera baksýn og inngangur fyrir vísindamenn, er öfl-
uðu sér vísindalegrar skoðunar á Russell Sage til-
rauninni með því að lesa þær sérfræðilegu ritgerðir,
sem gefnar hafa verið út í sambandi við hana. Það
gleður mig því að vita, að skrá yfir hinar helztu þeirra
á að fylgja endurprentun Harper’s greinanna. Æski-
legast hefði verið að fá ítarlegri greinargerð, auðvitað
í bókarformi, sem helði safnað öllu, sem út hefir verið
gefið um málið, og samræmt það, útvegað það efni,
sem enn er óprentað, og skýrt allt saman frá víðtæku
ladmisfræðilegu og mannfræðilegu sjónarmiði.
Árið 1925 gerðum við nokkrir læknafélagar í New
York nákvæma rannsókn á Vilhjálmi Stefánssyni og
gáfum niðurstöðuna út í Journal of the American
Medical Association, 3. júlí 1926. Vér fundum engan
vott um hinar illu afleiðingar, sem allmargir á þeim
tímum bjuggust við að kæmu l'ram á fjörutíu og sex
ára gömlum manni, sem alla æfi hafði neytt kjöts
stundum hóflega og stunduin freklega, og hafði um