Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 113
B Ú N A Ð A K R I T
108
mörg ár samtals bókstal'lega ekki Iifað á neinu öðru
en kjöti og vatni.
Eg hefi lil jafnaðar einu sinni á ári síðan 1925 at-
hugað Vilhjálm Stefánsson og síðan 1928 hefi eg gert
svipaðar athuganir á tilraunarfélaga hans, Karsten
Andersen. Niðurstöðurnar hafa komið fram í grein-
um eftir mig einn eða í samvinnu við vísindafélaga
mína, og eru hinar helztu þeirrar taldar í skránni.
Síðustu athuganirnar á bæði Vilhjálmi Stefánssyni og
Karsten Andersen hafa verið gerðar í ár. Niðurstöð-
urnar mundu vera í stuttu máli á þessa leið:
Árið, sem þeir lifðu á kjöti einu, 1928—1929, sögðu
báðir mennirnir, að sér liði betur en að jafnaði endra-
nær. Virtist vera svo um þá báða og var svo, að svo
miklu leyti sem eg gat um borið eftir læknisathug-
unum og tilraunastofu rannsóknum, sem eg gerði á
þeiin áður, meðan og á eftir. Líkur hygg eg að dóm-
ur hinna liafi verið, er stóðu í nánu sambandi við
tilraunina.
Heilsa Stefánssons og Andersens er nú í meðallagi
eða betri en í meðallagi eftir aldri þeirra. Hvorugur
þeirra hei'ir svo að eg viti til þessa dags orðið fyrir
neinum illum afleiðingum, hvorki af Russell Sage til-
rauninni né hinum niörgu fyrri árum, er þeir Iifðu
eingöngu eða aðallega á kjötmeti.
Yðar einlægur
C. W. Lieb.
Ritaskrá.
Vilhjalmui’ Slciansson: „Observations on Three Cases of Scurvy",
Journal of the American Medical Association, Novemher 2!i,
1918.
Clarence W. Lieb: „The Effects of an Exclusive Lon{;-Continued
Meat Diet, Based on the History, Experience and Clinical
Survey ol' Vilhjalmur Stefansson, Artic Explorer". Journal
of the American Medical Association, July 3, 1926.