Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 116
Sauðfjárrækt.
Eftir lJál Zóphóniasson ráðunaut.
Það eru nú átta ár síðan ég kom til Búnaðarfélags
íslands, sem starfsmaður þess. Mér var ætlað að leið-
beina i nautgriparækt, en jafnframt átti ég fyrst um
sinn að leiðbeina í sauðfjárrækt, eða hafa það sem
hjáverk með nautgriparæktinni. Öllum var þó ljóst,
að sauðfjárræktin krafðist fullkomins manns, ekki
síður en nautgriparæktin, og var þetta fyrirkomulag
aldrei hugsað nema til hráðahirgða, og nú er það
að hælta. Völ er nú á manni, sem tekur mér mikið
fram, og getur það að auki gefið sig að því óskiptur.
Ég hætti því að láta sauðfjárræktina nokkuð til mín
taka. En um leið og ég geri það, þykir mér vel við
eiga, að fara nokkrum orðum um hana og starf mitt
í hennar þágu þessi átta ár. Það, sem ég segi, verður
þó frekar til þess, að henda á eitt og annað, sem ég
vil láta fjáreigendur hugsa um, en að koma ineð ný
sannindi, sem menn þekki ekki áður.
Á þessum átta áruin hefir sauðfénu fjölgað, og þó
sérstaldega fyrstu fimm árin. Það var árið 1928 um
627 þúsund, en koinst yfir 700 þúsund árið 1933, og
er nú um 700 þúsund. Þessi fjölgun á röt sína að
rekja til tvenns. Annarsvegar hefir fóðrið aukizt, og
þó kúnum hafi fjölgað, og þó fóðuraukinn sé fyrst
og fremst kýrgæfur, þá hefir hann þó ekki allur farið
lil að fóðra nautgripafjölgunina, heldur hefir nokkuð