Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 117
BUNAÐARRI 'I'
107
verið gefið fé. Hitt er það. að þessi fjölgun er sein
viðleitni bænda móti kreppunni, eða tilraun frá
þeirra hendi til að gera búin arðvænlegri.
Á þessum átta árum hafa verið farnar tvær hring-
ferðir um landið með lirútasýningar. í fyrri ferðinni
benti ég bændum ræltilega á það, að tilkostnaðurinn
pr. kind yxi ekki að sama skapi og arðurinn, þó
ærnar væru 10 til 20 fleiri, og það væri oft hægt að fá
fjárbúin til að bera sig, með því að fjölga ánum, og
kaupa fóðurbætir. Eg taldi að fyrir hvern sildarmjöls-
poka, sem sá bóndi keypti og bætti við heyfóðrið, er
hefði nokkurn veginn vissu fyrir beit að vetrinum,
gæti hann sett á 10 ám fleira (8—10) og þetta ættu
menn að reyna, til að fá betri arð af búunum. En
það lagði ég áherzlu á, að því aðeins ætti að reyna
þetta, að menn hefðu beitina vissa, og gætu, þrátt
fyrir ærfjölgunina, larið þannig með ærnar, að arður
meðalærinnar minnkaði ekki. Reynslan hefir nú sýnt
að þetta var rétt. Margir bændur hafa með góðum
árangri gert þetta, og þetta á sinn þátt í fjárfjölgun-
inni.
Þó þetta viðhorf væri rétt fyrir 1933, þá er hæpið,
hvort það er rétt nú, a. m. k. þegar litið er á heildina.
Nú er talunarkað hvað við megum selja af kjöti úr
landi, og þar sein það er lika nokkuð takmarkað,
hvað hægt er að selja innanlands, þá er það vafasamt,
hvort inenn gera nú rétt í að reyna þessa leið, til
þess að gera fjárbúin arðsamari.
Nú virðist stefnan verða að vera sú, að hafa það
kjöt að selja úr landi, sem gefur mest verð pr. kg.,
svo að þetta takmarkaða magn, sem selja má, skili
sem mestum gjaldeyri inn í landið. Og jafnframt
verður þá líka liver fjáreigandi að leggja höfuð-
áherzluna á að fá fullt og tryggt gagn af hverri á,
sem hann hefir undir höndum. Nú gefa ærnar varla
11 kg. af kjöti í arð á ári, en þær geta gel'ið 20 til 25