Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 121
BÚNAÐARRIT
111
um finnst vafalaust að með þessu sé ég að hvetja
menn til að gefa inni og nota ekki beit. Þvi fer mjög
fjarri. Það má fóðra ær jafnvel, hvort sem þeim er
heitt eða ekki, og þar sem beitin er langódvrasta
ioðrið, sem hægt er að fá, á vitanlega að nota hana
eins og hægt er á hverjum stað. En með henni nægir
ekki alstaðar að gefa hey eingöngu, heldur verður að
gefa fóðurbætir, og er síldarmjöl og karfamjöl þá það
hezta, sem hægt er að fá. Ég hefi mjög oft bent mönn-
um á að nota það, og notkun þess hefir aukizt. Þó
er enginn vafi á, að miklu fleiri geta notað það með
góðum árangri en gera. Reynslan sýnir, að sé það
gefið með beit, þá má oft komast af með litla hey-
gjöf. Dæmi eru til þess, að ær, sem fengið hafa 50
gr. af síldarmjöli á dag, og fylli sína úti, hafa haldizt
vel við. Og í vetur, þegar haglaust var í stórum hlut-
um landsins, þá eru mörg dæmi þess, að bændur
gáfu bara fóðurbætir frá því í Góu og þar til batinn
kom um sumarmál, en létu kindina fá kviðfyllina úti,
sumir með því að moka ofan af fyrir féð, aðrir með
því að reka það á þá staði, sem jörð var, og vera með
það fjarri heimilunum vikum og mánuðum saman.
Enn er ræktun ekki lcomin lengra en það víða, að
hændur eiga að athuga verð sildarmjöls og karfa-
mjöls og bera það saman við útheysskapinn, sem verið
er að reyna að reita saman um og eftir réttirnar, og
eigi þeir vísa jörðina að vetrinum, þá mun það oft
vera álitamál, hvort er ódýrara að fá sér fóðurbætir
eða elta siðasta reytinginn á engjarnar.
Mjög margir gera rangt í því, hve snemma þeir
sleppa ánum að vorinu. Oft er le sleppt áður en nokk-
ur gróður lcemur, og það víða á land, sem er svo létt.
að talið er gagnslaust að beita á það að vetrinum.
Með þessu er stundum eyðilegt gott vetrarfóður, eyði-
lagður sá kostnaður, sem því hefir verið samfara, að
fóðra kindina yfir veturinn. Þar sparaður eyrir, hent