Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 123
B Ú N A Ð A R R I T
113
þetta nokkuð, og margir hafa hjálpað mér til þess.
Það hafa verið vegin l'yrir mig yfir 6000 lömb ný-
fædd, og sömu lömbin hafa svo aftur verið vegin að
haustinu, venjulega 117 til 120 daga gömul. Þessi
lömb hafa verið úr öllum sýslum landsins, gengið á
misjöfnum afréttum, og vitanlega verið af misjöfn-
um kynjum. En undantekningarlaust eru það þau
lömbin, sem eru þyngst fædd að vorinu, sem reynast
þyngst að haustinu. Þyngst eru lömbin nýfædd í
Suður-Þingeyjarsýslu og á Vestfjörðum. Þar eru þau
venjulega um 4 kg. Og það þó tvílembingar séu. Létt-
ust eru þau í Skaftafellssýslum og á Suðurlandsláglend-
inu. Þar eru þau oft um 3 lcg. og sundum léttari.
Það er að vísu svo, að þau lömbin, sem fæðast létt-
ust, þjmgjast tiltölulega meira en þau, sem eru þyngst
nýfædd, en því fer fjarri að þau nái þeim þyngst
fæddu nokkurn tíma (ná þeim kannske sem full-
orðnar kindur).
Meðaltal af þessum viktunum eru þetta:
2,0 ltg. O K nýfœdd 32 kg. að haustinu íjjj
A.> — 3,0 — 34 —
3,5 - — 36 —
4,0 — — 40
4,5 - — 44 — — —
5,0 — — 47 —
k r. o,,» —- — 50 —
6,0 — — 53 —
6,5 - — 56 —
Þyngst lömb að haustinu hafa vegið 62,5 kg. Létt-
ust 28 kg. og var það 1,8 kg. nýfætt. I vor fæddist 10
kg. lamb. Ánni gekk illa að bera, og það stóð lambinu
eitthvað fyrir þrifum fyrst eftir burðinn, en annars
fór því vel fram, og verður gaman að vita, hvað það
verður þungt í haust. Ég tel að af þessari reynslu, og
þeim rökum, sem liggja í því, sem sagt var um það að
8