Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 129
BÚNAÐARRIT
119
vegna vanhalda. Ég hefi tekið landið sem heild hvað
dilkana snertir, einn hrepp vetrarlangt og nefnt, hvað
sett var á, hvernig féð gekk fram, og svo einn góðan
bónda alla hans húskapartíð.
En hverjar eru þá orsakir til þessara vanhalda?
Hvernig verða þær gerðar minni, látnar hverfa? Þess-
um spurningum er þegar að nokkru svarað, en nokk-
uð vil ég enn taka fram viðvíkjandi þeim.
Bráðapestin hefir löngum verið ein af þeim plágum,
sem orsaka vanhöldin. Gamalt fólk man vel þá tírna,
að ekkert var drepið heima að haustinu, en pestin
látin gera það. Og hún var stundum full örlát á því.
Með bólusetningunni kom nokkurt öryggi móti pest-
arhættunni. Þó drapst nokkuð, og almenningur hélt því
fram, að það væri vaxandi, sem dræpist af bólusettu
fé úr pest. Sumir héldu, að hér væri um svik í hólu-
efninu að ræða, en alveg er víst að svo var ekki. Hitt
er líklegra að hér sé, um fleiri stofna af pestarbakteriu
að ræða, og fullkomið öryggi fáisl ekki með bólu-
setningu, nema hólusett sé með bóluefni, búnu til af
þeim stofni bakteríunnar, sem þar er. Á þetta bendir
reynsla þeirra, sem síðan um aldamót hafa húið til
bóluefni úr nýrum úr pestardauðu fé og bólusett ineð.
Pest hefir oft haldið áfram að drepa, þó bólusett hafi
verið, en æfinlega hætt þegar bólusett hefir verið með
efni, sem búið var til úr nýrum úr kind á bænum.
Þessar ástæður o. fl. urðu til þess, að farið var að búa
bóluefni til hér við Háskólann. Reynslan sýndi að
það var öruggari vörn móti pest, en danska bóluefnið,
og því var unnið að því að útbreiða það. En oft dráp-
ust lömbin fyrir réttir, og áður en menn gátu komið
því við að bólusetja þau að haustinu. Fyrir því hefir,
á þesuin átta árum, sein ég heí'i verið við sauðfjár-
ræktina, verið reynt að bólusetja unglömbin að vor-
inu. Hefir það gefist svo, að nokkurnveginn má telja
öruggt, að þau drepist þá ekki úr pest, fyr en seint að