Búnaðarrit - 01.01.1936, Qupperneq 130
120
B Ú N A Ð A R R I T
haustinu, og ekki fyrir sláturtíð. Þrátt fyrir þessa
reynslu, þá eru enn margir, sem ekki hugsa um að
hólusetja unglömbin að vorinu. Þetta þarf að breyt-
ast. Allir, sem búa á pestarjörðum, þurfa að bólu-
setja unglöiribin að vorinu, svo þeir hafi þau líftryggð
fyrir pestinni fram eftir haustinu.
Ég tel að eins og þessum málum er nú komið, þurfi
hændur ekki að verða íyrir neinum verulegum van-
höldum af völdum bráðafársins, ef þeir bólusetja
unglömhin að vorinu, og svo aftur á haustin allt féð
á pestar aldri.
Ormarnir hafa verið taldir versti vágestur sauðfjár-
ins nú síðari árin, og allur almenningur telur að þeir
hafi vaxið og magnast, miðað við það sem áður var.
Til þessa geta legið margar ástæður. Ég skal ekki fara
að telja þær upp, en henda á að girðingarnar eiga sinn
þátt, meiri töðugjöf, beit á tún, sein borið er á sauða-
tað, minna brennt af sauðataði en áður, fráfærur
hættar, féð gengur meira í heimalöndum o. fl. hefir
orðið til þess að það er eðlilegt að ormanna gæti rneira
nú en áður fyrr.
Fyrir og um aldamótin voru þeir mikið á Austur-
landi. En þó bændurnir þar kvörtuðu, þá heyrðust
ekki kvartanir þeirra á hærri stöðum, og lítið sem
ekkert var gert til að rannsaka ormana og finna ráð,
lil að fyrirbyggja vanhöld af þeirra völduin. Að vísu
var Magnús Einarsson sendur austur að vetri til, til
að rannsaka málið, og ýmislegt sagði hann réttilega
um það, en með þeirri ferð fengu bændur þó ekki það,
sem þeir þurl'tu, til að geta ráðið niðurlögum orm-
anna, og sloppið við vanhöld af völdum þeirra.
Fyrst þegar þeir komu í nábýli við þá, sem völdin
höfðu yfir fjármálunum eftir 1930, og voru farnir að
gera tilfinnanleg vanhöld í fjárstofninum hér sunnan-
lands, er byrjað að rannsaka þá. Nú er svo komið að
próf. Níels Dungal og dýralæknir Ásgeir Einarsson hafa