Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 133
B Ú N A Ð A R R I T
123
er bændunum skömm að láta slíkt henda. Við honum
eru baðanirnar óbrygðular, og það er trassaskapur á
háu stigi að láta féð drepast úr kláða, eins og komið
hefir fyrir nú í tvö til þrjú ár.
Lambalát hefir víða gert vart við sig, og sum árin
hefir það verið svo víða, að mjög tilfinnanleg vanhöld
hafa stafað af. Orsakir Jiess eru efalaust margar, sumir
vilja kenna það síldarmjölsgjöf, en það hygg ég að
sé gripið úr lausu lofti. Ég hel'i í Frey sagt noltkur
orð um þetta. En til viðbótar því vildi ég benda á það,
að nýjustu rannsóknir sýna, að fósturlát getur orsak-
ast af vöntun á E-vítamínum, og ég tel líkiegt að liið
almenna Iambalát veturinn 1934—1935 standi í sam-
bandi við það hve heyin þá voru hrakin og skemmd,
og að það, hve miklu færra var þá tvílembt í Þingeyj-
arsýslum en venjulega, eigi rót sína að rekja til hins
sama, því bæði vöntnun á A- og E-vítamínum getur
orsakað minni frjósemi, þó ekki verði úr alger ófrjó-
semi eða l'ósturlát.
Annars er lambalátið líka smitandi bakteríusjúk-
dómur, en miklar líkur eru fyrir að rannsóknarstofa
atvinnuveganna muni áður langt um líður geta ráðið
l)ót á því. Ég hygg því, að með skynsamlegri fóður-
bætisgjöf, þegar hún þarf, megi fyrirbyggja lamba-
látið mikið, og að það líði ekki mörg ár, þar til van-
höld af þeirri orsök muni verða lítil eða engin.
Öðru máli gegnir með Hvanneyrarveikina eða rið-
una. Hana er búið að rannsaka töluvert. Þrivegis hef-
ir Sigurður Hlíðdal verið að rannsaka hana. Gísli sál.
Guðmundsson gerlafræðingur rannsakaði hana.
Magnús Einarsson og dr. Lots sömuleiðis, og nú er
próf. Dungal að rannsaka hana. Þó er ekkert sem að
gagni kemur hægt að segja um hana enn, enda þó hægt
sé að segja, að rannsóknir þessar hafi ekki verið
einskisvirði. Og það er mjög hætt við að langt liði
enn, þar til ráð fást við henni, sem komi að gagni. Sem