Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 136
12(5
BUNAÐARIIIT
þess að reyna að fá vitneskjn um, hvernig meðal-
ærin væri nú. Ég hefi því valið ærnar með tilliti til
þess, þar sem ég het'i mælt þær, að þær væru sem lík-
astar því sem gerðist í viðkomandi sveit. Alls hefi
ég mælt um 2000 ær, og eftir því má segja, að meðal-
ærin hafi fulla 92 cm. brjóstummál, sé um 70 cm.
á herðar og hafi um 31 cm. lappahæð. Haí'i lengdar-
hlutföllin 23—27—25 og 17 cm. breiðan hrygg (tæp-
lega). Hún vegur 43 kg.
Þyngstar ær vega um 80 kg., en léttastar um 32.
Spjaldhryggurinn er frá 15 til 21 cm. á hreidd o. s.
frv. Mismunurinn er sein sagt óhemjumikill. Mikill
meiri hluti af fénu er hyrnt. Mest er kollótt á Vesl-
fjörðum. Allir litir, sem þektir eru í öðrum fjárltynj-
um, eru til í okkar fé. Á norðurhorni Vestfjarða og
í Skaftafellssýslum sjást enn gleggst merki gamla
fjárins norska, sem landnámsmenn fluttu til lands-
ins. Annarsstaðar eru þau meira og minna blönduð,
vegna viðleitni manna til að hæta féð, og hreyta hygg-
ingarlagi þess. Áhrifa frá innfluttu fé af öðrum fjár-
kynjum kann og að gæta hér, en þau eru orðin hlönd-
uð og saineinuð kostum og göllum okkar fjár, og
hvergi sjást nú greinileg merki af neinu erlendu inn-
fluttu kyni.
Á þessum átta árum hefi ég ritað nokkuð um sauð-
fé, bæði í Búnaðarrit og hlöð. Ég hefi þar meðal ann-
ars reynt að skýra fyrir mönnum undirstöðuatriði
allra kynhóta, eða þau lögmál er erfðir fylgja. Af
því hefir leitt það, að ýmsir hafa snúið sér til mín
í nauðum sínum, og spurt mig ráða, þegar þeir hal'a
komizt að raun um, að þeir höfðu einhvern sérstakan
erfðagalla í fé sínu. Þessum göllum hafa margir fyrst
tekið eftir, þá þeir fóru að leitast við að bæta kyn
sitt, með úrvali og hreinrækt á því bezta sem þeir
áttu sjálfir. Mér hefir verið alveg sérstakléga kært
að eiga við þessi mál. Mér er það Ijóst að vegna þess