Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 146
13(i
BÚNAÐARRIT
Ár Tnla húsánna Lifandi þungi L Haust Vor il’. Imbþ. |>r. 5 I'óðu reyðsla tóðucin.
1933—34 . 50 42 42,9 28,1 óvíst
1934—33 . 50 45,3 42,8 32,2 04
Á Brekku hefir verið valið fé, sem er sem allra
minnst hlandað með aðfengnu fé utansýslu. Því hefir
verið haldið fram af mörgum, að áður en farið var að
flytja hrúta í Auslur-Skaftafellssýslu, þá hafi féð að
vísu verið arðminna, en mikið harðgerðara og ending-
arbetra, en það er nú. Hvort þetta er rétt, eða þá hitt,
að minningarnar séu farnar að setja einhvern ljóma
yfir það, er óvíst. En vegna þessa er á Brekku safnað
saman úr ýmsum áttuin fé, frá þeim sem minnst eða
ekkert höfðu hlandað stofninn. Með því vakti það
fyrst og fremst fyrir mér, að fá úr því skorið, livort
það hefði betri endingu, en fé almennt hefir, hvort
það væri harðgerðara, og ef svo væri, hvort það þá
innan þess, findist líka stofn sem væri sæmilega arð-
samur. Fyrirfram má telja líklegt að svo sé, og finnist
innan þess einstaklingar, sem gætu verið grundvöllur
að stofni, sem samhliðá því að vera arðsamur, reynd-
ist hafa endingu til að vera 12—15 vetra, eins og bænd-
ur þar hafa sagt mér, að gömlu ærnar þeirra hefðu
orðið, og jafnframt harðger, þá væri mikið unnið.
Yfirlitsskýrsla um húið er þannig:
Tala Lifnndi þnngi Lif. Imbþ. 1 l?óðureyðsla
Ar ánna Ilaust Vor eftir á töðueiiu
1933—34 . . 53 37,2 38,(1 26,4 óvíst
1934—35 .. 35 38,7 37,7 28,8 40
Rétt er að geta þess, að vegna þess að féð er keypt
að, þá hefir það lent nokkuð í flæking að sumrinu og
á haustin, og hefir það líklega átt einhvern þátt í því,
að sýna minni vikt bæði á ánum og lömbunum.
Ólafsdalsbúið er ekki styrkt annarsstaðar frá, en frá
Búnaðarfélagi íslands. Hin búin öll njóta styrks eftir
lögum um búfjárrækt, sumpart úr ríkissjóði og sum-