Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 150
140
B Ú N A Ð A R R I T
slátrun og sölu, svo að þeir sem leggja í þann auka-
kostnað, sem því er samfara að hafa þá, fái arð í
aðra hönd.
Karakulfcð var keypt af Ásgeiri L. Jónssyni, og þvi
var líka dreift um allt land. Það mun mega segja, að
enn sé öldungis óvíst, að hvaða gagni það kemur. Sé
vel á haldið má vænta þess að það verði bændum til
hagsbóta, en þó er sá galli á að hæpið er, hvort nokkuð
af fénu hefir verið kynhreint.
iíg lýk þá máli mínu og hætti að skipta mér af sauð-
fénu. Eg vil þakka bændum fyrir samstarfið, og sér-
staklega þakka þeim, sem hafa á margan hátt hjálpað
mér í því, t. d. ineð því að gera fyrir mig samanburð
á því hvernig geldingar og hrútar reyndust, hve þung
lömbin væru nýfædd og svo aftur að haustinu, hvernig
litirnir og margt fleira erfðist o. s. l'rv. Án þessarar
aðstoðar þeirra hefði ég áreiðanlega gert minna gagn,
en ég ]ió hei'i gert. Og það er von mín og ósk, að þeim
er nú tekur við af mér, megi auðnast að vinna saman
með þeiin að því marki, að bæta meðferðina, vanda
val kynbótafjárins, og útrýma vanhöldunum ,og heppn-
ist honum það, þá er ég viss um að meðalarðurinn af
á, getur á næstu 10—20 árunum, komist upp í 20—25
kg. kjöt eftir ána, og þegar það næst, þá ber sauðfjár-
ræktin sig hvað sem verðlaginu líður, og hvað sem um
það verður þá deilt.