Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 151
Horft til baka.
Þegar Búnaðarritið kemur nú úl í 50. sinn verður
ekki komizt hjá því að líta yfir farinn veg; rekja sögu
landbúnaðarins og þróun hans þennan tima, og helzt
um leið horfa eitthvað lengra til haka.
Fátt er kynslóð þeirri, sem nú vex upp í sveitunum,
meiri nauðsyn að vita um en þessi mál, og tileinka
sór og skilja allt líf feðra sinna og forfeðra.
Það er einkum tvennt i áliti hinna yngri manna,
eins og mér virðist það koma fram í ræðu og riti, er
óg tel þörf að leiðrótta:
1. að um enga verulega framsókn landbúnaðarins só
að ræða fyrr en nú tvo síðustu áratugina;
2. að undanfarinn tími, sem nefnd eru lcreppuár, só
erfiðasta tímabilið, íslenzkum landbúnaði, er
inenn jafnvel hal'i sögur af.
Þessi atriði ætlast óg til, að eftirfarandi grein skýri
svo, að á þeim fáist réttari skilningur.
Það er svo ætlun mín, að rekja búnaðarsögu vora,
í aðaldráttum, síðustu 50—60 árin, eða frá þvi óg fór
fyrsta að fylgjast með henni og minni mitt nær til.
Að sjálfsögðu hyggi óg mest á rituðum heimildum. —
Ætla óg að flytja þetta ágrip í þremur þátlu.m:
1. Árl'erði, cða það, sem venjulega er kallað svo, þ. e.
veðurfar og aðrir náttúruviðburðir, skepnuhöld
o. fl.