Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 152
142
B Ú N A Ð A R R I T
2. Verzlun og viðskipti eða verzlunarárferði.
3. Afkoma búnaðarins og framþróun, bústofnseign á
ýmsum tímum, skuldir bænda, kaupgjald o. fl.
Ýmsu af þessu verða gerð lítil skil, því heimildir
vanta. - - Er þá fyrst að greina frá
Arferðinu..
Árferði, tiðarfar, er mjög mikill þáttur í hagsögu
allra þjóða, en fárra eða engra eins og íslendinga. —
Sennilega hvergi á byggðu bóli er tíðarfarið eins ó-
stöðugt og misfellasamt og hér, og veldur því aðallega
hafísrek hér við land. Ef athugað er hafiskort Þorv.
Thoroddsens fyrir síðustu aldirnar sést fljótt, að saman
fer svo að segja alveg ísaárin og harðindi og kreppuár-
in um land allt. Það er hafísinn, „landsins forni l'jandi“,
sem mestu hefir ráðið um örlög vor liðnar aldir.
Framan af öldinni sem leið voru mikil isaár: þá oft-
ast meiri og minni fellir á t’énaði, og herti svo að fólk-
inu, að tvivegis varð hér einnig mannfellir. Frá 1840—
1850 kom hér ekki landfastur ís og þangað til 1865 fá
ísaár. Hér var því 25 ár svo að segja samfleitt góðæri.
Það eru viðreisnarár þjóðarinnar á einn og annan liátt.
Starfsár Jóns Sigurðssonar. Framsókn bændanna
jiennan tíma verður síðar komið að — lítið eitt. —
Árið 1866 var eitt versta ísaár og sömuleiðis 1867, er
tepplu siglingar til landsins, svo brauðlaust var að
mestu lengi sumars. Er mér það í barnsminni. Frá
1865—1880 voru ísaár af og til og fremur hart árferði
og nokkur fjárfellir 1866—67. En menn héldu búum
sínuin. 4’ylið er að bústofn maiina hafi aukizt á land-
inu áratuginn 1870—1880, en nokkur fjárfækkun ára-
tuginn á undan. Næsli áratugur, i'rá 1880—1890, er
talinn sá harðasti af liðinni öld að veðuráttu. ísaárin
1881 -1882 eru þau verstu 2 í röð sem menn hal'a
sögur af og hefðu orsakað mannfelli snemma á öld-