Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 156
B U N A Ð A K U 11’
14(i
kvarða á verzlunarárferðinu, sýnir: Hversu mikið
af almenniim aðfluttum vörum fæst fyrir tiltelcið
vörumagn gjaldeyrisvöru. Þessar skýrslur sýna fyrst
almennt verzlunarverð á helztu aðfluttum vörum
og aðalútfluttum vörum árlega allt frá 1830 til 1930.
Til glöggvunar og betra yfirlits er tekið meðalverð
allra þeirra vörutegunda er skýrslurnar flytja fyrir
hver 10 ár, og síðari árin fyrir hver 5 ár. En vöru-
tegundirnar eru þessar: Útflutt: Ull, kjöt, gærur, mör
og innflutt: Nokkrar korntegundir, kaffi, sykur, járn.
Hvað sýna svo þessar skýrslur? Þær sýna verðgildi
eða kaupmátt landbúnaðarafurða gagnvart aðfluttum
nauðsynjavörum. Þær svara því, sem venjulega var
aðspurt í sveitunum. Hvað fæ ég fyrir ullar-kíló, af
kaffi og sykri? Hvað fæ ég af méli fyrir sauðinn minn?
o. s. frv. Það þóttu t. d. sæmileg skipti að fá rúgtn. fyrir
meðalsauð tvævetran. Nú þættu það ekki viðunandi
skipti á þessuin lcreppuárum. En til þess að í'á rétta
mynd af verzluninni er sýndi Ijóst, hvernig hún breytt-
ist frá einu ári til annars, varð að finna vísitölu
hennar. Það varð að búa til kaupeiningu og gjald-
eyriseiningu, eða búa til einfaldan búreikning fyrir
hvert árabil. Kaupeiningin miðaðist við það, sem
bóndi þurfti að kaupa af þessum innfluttu vörum,
en framleiðslu- eða gjaldeyriseining við það, sem ein
dilkær gefur af sér. Enda þó ég ráði mönnum ein-
dregið til að kynna sér þessa umtöluðu grein Jóns G.
Péturssonar, þá vil ég samt taka upp þessa skýrslu,
er sýnir vísitölu verzlunarinnar og á hverju hún
er byggð. Kaupeiningin, sem notuð er: 10 vættir
rúgur, 4 vættir bankabygg, % vætt baunir, 2 vættir
matarsalt, 00 kg. sykur, 20 kg. kaffi, 10 kg. járn.
Gjaldeyriseiningin er: 2 kg. liv. vorull, 14 kg. príma
k jöt, 3 kg. mör, 3 kg. gærur.
í skýrslu þeirri, er hér fer á eftir, er verð kaup-