Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 159
B Ú N A Ð A R R1T
149
innanhúss meira en nolckur annar hlutur. Fyrstu
sláttuvélina sem mér er kunnugt um að komið hafi til
landsins, flutti Kaupfélag Norður-Þingeyinga inn 1895.
En í næsta kafla verður nánar farið inn á ýmsar þær
hreyfingar í búnaðarháttum vorum, er batnandi
verzlunarhættir fæddu af sér. Árahilið 1890—1900
versnaði verzlunin aftur til muna. Að vísu lækkaði
verð á aðfluttri vöru töluvert í sveitum, en verð inn-
lendrar vöru þó nokkru meira. Kaupfélögum i'jölgaði
allmikið þetta tímabil og störfuðu nú í flestum héruð-
um landsins. Eflaust er það þeim að þakka, að verð
allra aðtluttra nauðsynja fór lækkandi. Eins og áður
er sagt, munu þau nú hafa haft nokkur áhrif á kaup-
mannavöruverðið. Þó gátu kaupfélög sýnt með sam-
anlmrði á verði útlendrar vöru hér nál. 30% mun,
er kaupfélögin færðu bændum til hagsbóta. Það var
innflutningshann Englendinga á lifandi fé, sem lækk-
aði hér sauðfjárverð. Samt var lifandi útflutningi
lialdið áfram fram yfir aldainót, af sumum kaupfé-
lögunum. Fé var flutt til Belgíu og eitt sinn til
Frakklands. Einnig slátrað i sóttkví í enskum höfnum
og gaf það jafnbezta raun. En verðið lækkaði samt
mikið. Englendingar keyptu um skeið sauði fyrir 20
kr. hvern; nú fóru þeir ofan í 12 til 15 kr. En þó er
enginn efi, að þessi útflutningur hefir hjálpað til að
halda uppi verði á sauðl'járafurðum vorum þetta
tímabil; það létti á hinuin vesæla og takmarkaða salt-
ketsmarkaði og myndaði nokkra samkeppni um þess-
ar vörur. Eg tel það fullvíst, að kaupfélögin hali
verið hjargvættur bænda, um mest allt landið,
á þessu tíinabili, þó þau væru ekki nema til hálfs
risin á legg. ■— Frá aldamótum l'ór verzlun hægt
batnandi, jafnframt auknu verzlunarmagni bænda. Það
var með sláturhúsunum og dilkaverzluninni, að hófst
nýtt tímabil í verzlun bænda hér á landi, og stendur
það í rauninni enn yfir, ]>. e. dilkarnir eru aðalinn-