Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 163
BÚNAÐARRIT
i r>;i
ln nt'lutt :
Ártal Ki'igmú! (irjón Melís Kaffi
50 kg 50 ltg fe kg
1880—18!)0 7,78 11,20 0,58 1,27
1800—1900 7,60 8,78 0,48 1,64
1900—1910 8,28 8,68 0,45 1,11
1910—1914 8,48 11,00 0,56 1,70
1915—1919 22,80 31,50 1,11 2,24
1920—1923 25,85 34,35 2,18 3,05
1924—1929 18,00 18,00 0,95 3,58
1930—1934 10,50 21,50 0,60 2,48
Með þessari skýrslu i'æst nokkur samanburður á
viðskiftum lcreppuáranna, allt frá 1880. Eins og áður
er sagt breyttist verzlunin þá nijög mikið á stuttum
tíma til hins betra hér á landi, eins og á undan er
sýnt, svo varla verður talað um að ill verzlun eða afar-
óhagstæð, hafi þjakað oss eða staðið fyrir þrifum
síðan nema þau stuttu tímabil sem áður voru nefnd.
Get ég þar dæmt eftir minni eigin reynslu og sjón.
Fyrir aldamótin voru 4—5 erfið verzlunarár og þó
sérstaldega eitt, er tvævetur sauðir urðu 10—12 kr.
og veturgamlir sauðir seldir það ár fyrir 0 kr., en að-
keypt var með svipuðu verði og áður. Um 1920 var
þó verzlunarárfarið enn verra. Útlend vara fór ein-
lægt hækkandi fram yfir 1920, en þá féll hin inn-
lenda vara stórmikið á einu ári. Fyrir sérstök atvik
urðu árin 1920 og 1921 sérstaklega eftirminnileg fyrir
marga bændur. Þá varð heyþröng mikil og urðu bænd-
ur að bjarga fé sínu aðallega með útlendum fóður-
bæti, mest rúgméli, er kostaði nálægt 80 kr. tunnan.
En þessa dýru vöru urðu þeir að borga með dilkum
sínum árið eftir, er höfðu stórfallið í verði; sennilega
þurfti 3 til 4 fyrir hverja rúgtunnu. Þessi verzlun
var bændum ofraun. Á eftir komu hin ágætu ár, er
áður var lýst, og hefðu þau átt að græða sárin. En
menn hafa áreiðanlega talað minna um þær feitu
kýr ,en hinar mögru sem á eftir komu. — Þessi skýrsla