Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 165
B Ú N A Ð A R HI T
155
inn leggi l'rain i'æði og þjónustu og .,plögg“ að meira
eða minna leyti. En fyrst vil ég nefna þa;r heimildir
sem ég hef. Þorv. Thoroddsen segir: í Reykjavík voru
um 1840 daglaun karlmanna 40—48 skildingar, og
ekki fæði nema ein skonnortskaka og 1—2 staup af
brennivíni, en kvenfólk fékk 32 skildinga. Sigurður
Sigurðsson, alþingismaður (ráðunautur) segir: um
1870 var hæsta vinnumannskaup 12 spesíur (nál. 48
kr.) og auk þess 4 föt og 2 til 4 kindafóður. Vinnu-
konukauj) um 10 kr., sennilega einliver föt. Hennann
Jónasson, skólastjóri: telur 1888 almennt vinnu-
mannskaup 100 kr., eii aðrir telja það aðeins hæsta
kauj). — Þorv. Thoroddssen telur um sama bil í Þing-
eyjarsýsluin vinnumannskaup 80—90 kr. og vinnu-
konu 30—40 kr. „og báðum allt á hendur og fætur“.
en það var svo lengi um allt land, að þau hlunnindi
fylgdu kaupinu, þar til komið var nokkuð fram á
þessa öld, og' sú breyting varð, að vinnufólk hætti
að ganga á íslenzkum skóm, og jafnvel í sokk-
um úr ísl. ull. Um dagkaup i sveit var valla að ræða
á þessum tiina nema um sláttinn, í nokkrum sveitum
á Norðurlandi. f Þingeyjarsýslum segir Þ. Th. að
kaupgjald sé um slátt kr. 15—18 um vikuna. Hann
segir: „Um þessar mundir (aðallega fyrir 1880) l'öru
nokkrir Árnesingar norður í Þingeyjarsýslu á hverju
sumri. Bæði var það, að kaupgjaldið þótti hátt og
frami í því að kanna ókunna stigu, enda inönnuðust
sumir þeirra við þessar norðurfarir og liöfðu yfirleitt
gott al' þeim.“ Eg hygg að þessar ferðir hafi verið
teknar upji um eða fyrir miðja 19. öld. Voru oflast
farnar fjalla- eða öræfaleiðir: Sprengisandur í Bárð-
ardalinn, Kjalvegur í Húnavatnssýslu og Skagafjörð-
inn. Gengu um ferðir þessar ýmsar sögur, jafnvel
útilegumannasögur. Mér er þetta allvel kunnugt, því
á mínu heimili voru sunnlenzkir kaupamenn, einn
eða tveir, þegar ég var ungur. Þeir komu í sláttar-