Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 167
Þá kein ég uð tímanum eftir aldamótin. Eru um
þetta fáar ákveðnar umsagnir, enda kaupið töluvert
reykult til sveita. I tímariti samvinnufélaga: Sam-
vinnan 2. h. 27. ár. 1933, er grein eftir Böðvar bónda
Magnússon á Laugarvatni, er um þetta ritar nokkuð
ákveðið á þessa leið: „Þá var (um aldamótin á Suð-
urlandi) kaupgjöld þetta: vinnumanns-árskaup 100
150 kr. Vinnukonu 1(5—25 kr. Nú er kaupgjaldið
þetta (1933): Vinnumannskaup 700—1000 kr., vinnu-
konu 300—400. Vikukaup karlmanns kr. 30—35 og
kaupakonu kr. 16—20.“ Þar sem svo er að sjá, að á
þessum tölum sc byggð afkoma við útreikning bú-
.skaparins þá og nú, ætti þetta að vera ekki langt frá
því rétta. Á Norðurlandi mun þetta horfa öðruvísi við.
Arskaup karhnanna sem næst 100—120 kr., kven-
manns 40—50 kr. um aldamót. En ársvist karla og
kvenna svo fágæt síðan fyrir 1920, að við það verður
tæplega miðað. En fólk það sem vinnur aðallega
fyrir kaupi i sveit mun geta reiknað sér það nálægl
þessu sem B. M. telur, en karlmenn samt ckki 1000
kr. auk fæðis.
Milliþinganefnd í launamálum hefir sal'nað skýrsl-
um um áætlaðar tekjur allra stétta 1932: Fullvinn-
andi karlm. við fiskveiðar 2000 kr., kvenna 1500 kr.
Fnllv. karlm. við landbúnað 1600 og kvenna 1200 kr.
Nefndin álítur að nálega helmingur af tekjum
þessum fari í fæðiskostnað og fleira, þar sem ekki
er um venjulega ársvist að ræða. Verður þá hjúa-
kaupið eins og það er venjulega reiknað: vinnu-
manns 800 kr. og vinnukonu 600 kr. — Að vísu munu
fáir eða engir bændur borga árskaup svo hátt, sem hér
er talið, en þegar reiknuð eru hlunnindi, sem vinnu-
menn hafa, skepnufóður o. fl. mun kaup þeirra ekki
fjarri lagi talið. En vinnukonukaup talið 100 kr. of
hátt, a. m. k. eins og það er í sveitum. En þær eru nú
að mestu flúnar þaðan.