Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 171
BUNAÐARRIT
1(»1
Hei'ir þá sveitabúum fækkað um 13 þús. eða sem
uæst Vr, á saina tíma og öllum landsbúum fjölgai' úr
70 927 árið 1890 í 113 253 árið 1933, eða nokkru
meira en Vz á sömu 40 árum. — Það er eins og inenn
vita kaupstaðir og sjávarþorp, sem þetta hafa dregið
lil sín. Þar hefir fólkinu fjölgað úr 8252 í 03 255 á
sama tíma, þ. e. allt að því áttfaldast. En þrátt fyrir
sífellda og óstöðvandi fólksfækkun sveitanna, hefir
bústofninn aukizt og honum fjölgað jafnt og þétt,
nema þennan tíma frá 1880—1890, er tvívegis var
fellir og meiri og minni fjárskaðar hin árin. Er bú-
stofnsrýrnunin lögð í kúgildi, talin þennan áratug
11 189 kúgildi, en næsta áratug, 1890—1900, vex hann
aftur um 9 020 kúgildi.
Sé framþróunarsaga landbúnaðarins rakin frá upp-
hafi verður að fara lengra aftur í tímann, eða sem
næst hundrað ár til balta, er lifna fór yfir árferði hér.
En það er hvorttveggja, að ekki er rúm til að rekja
þá sögu hér, enda mun það gert allrækilega á næsta
ári, í sérstakri bók. En ég verð samt að taka það fram,
nð ég álíti að áhugi fyrir þeim málum hafi verið engu
minni en nú, allt frá því er Jón Sigurðsson hóf sitt
mikla umbótastarf með útgáfu Nýrra félagsrita um
1840 og Tómas Sæmundsson, með sinn logandi áhuga,
stóð að stofnun „Húss- og bústjórnarfélags Suður-
amtsins“ 1837. —■ Að þessu félagi stóðu svo að segja
allir málsmetandi menn á Suður- og Vesturlandi; en
úr Reykjavík kom þó fjáraflinn mestur og hluttakan
frá öllum stéttum. Og svo bættist sjálfur konungur-
ínn við með 1000 dala styrk í eitt skipti, sem var
mikið fé á þeim tíma, þegar hvert dagsverk kostaði
eigi nema fáa skildinga. En samt var það Jón Sig-
urðsson, sem aðallega og fyrst og fremst stóð bak við
og hrundi fram öllum vorum framsóknarmálum.
Húss- og Búst.fél. náði ekki yfir nema nál. Vz af
landinu, en til og frá um land allt risu upp minni
11