Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 173
B U N A Ð A R R 1 T
k>:5
verið gerður, sérstaklega af Kaupfélagi Þingeyinga,
með mikið breyttar aðferðir frá því er var; var nú
til alls vandað miklu meira en áður; aðallega flutt
ungt, gott fé út og vel flokkað og vönduð öll með-
ferð, en fullu hreinlæti við slátrun varð samt ekki
náð fyrr en sláturhúsin komu upp og menn höfðu
lært til fullnustu slátrun inni í húsuin.
Er hér var komið voru það bændur sjúlfir, sein tóku
að sér framsóknarmálin, og aðallcga gegnum kaup-
félögin. Kaupfélag Þingeyinga var stofnað 1882 og
árin þar á eftir til aldamóta breiddust þau lit um
l'lestar byggðir landsins. Áður höl'ðu útlendir kaup-
menn haft mest að segja um viðskiptamálin, eða
fulltrúar þeirra — verzlunarstjórarnir. Þeir höfðu
einlægt verið svo að segja eina forsjón bænda um svo
langa tíð, i þessum málum, og yfirleitt flestum hags-
munamálum, að alhnikið átak þurfti til þess að fá
þeim hugsunarhætti breytt, sem þetta byggðist á, þ. e.
að reisa við sjálfstraust og trú á félagsegan mátt
þann, er bændur hefðu yfir að ráða. En ég verð hér
að vísa til þess, er um samvinnumál hefir verið skrif-
að í'yrr og síðar; þar á meðal erindi mitt í Tímanum.
Og ég' vil undirstrika það, að svo framarlega yngri
kynslóðin vill kynna sér aðalframþróunarsögu bænd-
anna, verður hún að ieggja á sig að kynna sér vel
sögu samvinnufélaganna; það er að mestu eitt og hið
sama.
Undir eins og íslendingar liöfðu fengið fjárforráð
(1874), fóru þeir að hugsa um skólamál sín. Mennta-
skólinn (latínuskólinn) í Reykjavík var þá sá eini,
er ríkið sluddi. Þá var farið að ræða um Ininaðarskóla
og einn gagnfræðaskóla. Möðruv.skólinn komst á fyrir
harða sókn fárra manna árið 1880, og með því móti
að vera um leið búnaðarskóli, þó því yrði hrátt breytt.
Um sömu mundir reis búnaðarskólinn í Ólafsdal,
litlu síðar Hólaskóli og þar á cftir Eiðaskóli, en síð-
L