Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 174
1(54
B U N A Ð A R R1T
asl Hvanneyrarskólinn 1890. Þessir fjórir búnaðar-
skólar störfuðu eitthvað saintímis. Fyrir þeim stóðu
þjóðkunnir ágætismenn. Nærri má geta að skólar
þessir hafa kveikt líf og fjör og þekkingu.
Samtímis þessu, eða árið 1885, fór að koma út
búnaðarrit Hermanns Jónassonar, er hélt hinum
margþættu búnaðarmálum vakandi, og hafði mikinn
fróðleik að geyma. Það var og er enn vinsælt rit og
mjög sniðið við alþýðuhæfi. Verður án þess ekki rituð
búnaðarsaga vor síðustu tugi aldarinnar. Ef til vill
og sennilega hafa lifnaðarhættir vorir og búnaðar-
hættir aldrei breytzt jafnmikið og þennan slutla tíma
— frá 1885 til aldamóta. Stóðu kaupfélögin mest að
því, þar sem þau náðu til, eins og áður er sagt.
Kaupfélögin urðu fyrst til að flytja inn ýms menn-
ingartæki til landbúnaðarins og vélar. Skal hér fyrst
nefna injólkuráhöld: skilvélar, strokka o. fl. -— Kom-
ust skilvélarnar á örstuttum tíma inn á flestöll bænda-
heimili og hafa breytt búnaðarháttum innanhúss
meira en nokkuð annað. Með kaupfélögunum fluttust
í sveitirnar fyrst inn að nokkru ráði: eldavélar, ofnar
og annað steypujárn. En með eldslónum varð að
breyta híbýlunum á einn eða annan hátt. Var það
gert með ýmsu móti. Hygg ég að húsfreyjur vorar
hafi talið þá breytingu mesta á sínum högum, að fá
eldstórnar í stað hlóðanna gömlu. Sú breyting, er
þeim híbýlaháttum fylgdi, mun hafa verið komin á
um aldamót. Sláttuvélar og einnig einhverjar fleiri
vinnuvélar fóru að flytjast inn fyrir aldamót, en al-
mennar urðu þær ekki fyrr en á síðasta áratug.
Það er óhætt að segja, að bændur væru í sárum
eftir áratuginn 1880—1890; þeir höfðu almennt orðið
fyrir stórmikilli rýrnun á bústofni sínum, eins og
sýnt var með tölum. En á áratugnum næsta til alda-
móta hófst viðreisnin i afkomu búnaðarins, og hélzt