Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 175
BÚNAÐARRIT
165
óslitin fram á stríðsárin eða til 1920. En það er þessi
framsóknarbarátta í aldalokin sem ég tel merkileg-
asta. Af því að aðstaðan var mjög slæm, fremur vont
árferði, tíðarfar, og verri verzlun en áður. Það þurfti
svo margt úr rústum að reisa, ef ekki átti að gefast
upp. Kaupfélögin færðu niður verð á aðfluttum vör-
um allt að 30 %. Þau lögðu einmg allt kapp a að bæta.
meðferð úlfluttrar vöru, til að hækka verð hennar, og
vannst þar einnig nokkuð á. Mikið þurfti að bæta og
byggja að nýju bæjarhúsin og að sjálfsögðu fjárhús
og gripa, samkvæmt hækkandi kröfum. Jarðabótum
var haldið áfram eins og áður. Earið var að flytja inn
gaddavír til girðinga og óx árlega, og fleira má telja.
Þegar þess er nú gætt, að bústofn bænda var þá
sem næst hálfu rýrari en nú, miðað við l'ólkstölu, þá
er sýnilegt, að betur hefir orðið að halda á efnunum
en nú, lil þess að fá bústofninn aukinn mikið, eins
og gert var.
Útvarpserindi mitt um þessi mál, er ég hélt í vetur,
endaði ég á þessa leið: „En vér höfðum nægan vinnu-
kraft í sveitum og tiltölulega miklu ódýrari en nú.
Skattar voru einnig lágir og eins sveitar- og sýslu-
gjöld. Skuldirnar voru viðráðanlegar. Kröfurnar allar
minni og óbrotnari, til likamlegrar velliðunar. Menn
gátu jafnvel unað vel nokkrum skorti, af þvi menn
trúðu á framtíðina, og voru nokkru bjartsýnni en nú.
Menn trúðu á vinnuþróttinn og vinnufriðinn, þegar
rofa færi til í stjórnmáabaráttu vorri. Stéttastríð, at-
vinnuleysi og óbotnandi erjur höfðu ekki enn galli
blandað blóð vort.“
Þá verður komið að l'ramsókn landbúnaðarins eftir
aldamót og fram á stríðsárin. Á þeim árum var sléltað
og ræktað árlega 200—300 hektarar. Þar af túnauki
100—150 ha. Áburðarhirðing tók miklum framförum
á sama tíma; komið upp áburðarhúsum 27 þús. ferm.