Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 179
BÚNAÐARRI T
1(59
jarðir sínar, a. m. k. að nafninu. En bændur afborg-
uðu líka þessar skuldir hægt og hægt fram á stríðsár.
Það má telja víst. að eyðsluskuldir hafi ekki safnast
í bönkum þennan tíma hjá bændum, og á sama
tíma borguðu þeir sínar verzlunarskuldir að mestu.
Ég hyg'g, að snemma á stríðsárunum hafi hagur
íslenzkra bænda staðið með mestum blóma. Þeir
voru þá langflestir í kaupfélögum og skulduðu þar
ekki teljandi, t. d. 1916, en innstæður og eignir all-
miklar. 1 einu kaupfélagi, sem ég var vel kunnugur
og náði yfir þrjá hreppi, voru séreignir bænda og
sameignir í sjóðum sem næst 500 kr. til jnfnaðar á
hvern skráðan íélagsmann. Skuldir félagsmanna þá
sama sem engar. Þetta var ekki með elztu eða efnuð-
ustu félögunum, og sennilega ekki mikið ofan við með-
allag. Skuldir hjá kaupmönnum, hinar illræmdu
verzlunarskuldir, munu einnig hai'a verið að mestu
horfnar, en kaupmenn munu ekki hafa geymt neinar
verulegar innstæður fyrir bændur.
Hina raunverulegu efnaaukningu bænda þennan
tíma er erfitt að segja um, en ég hefi einnig leitast
við að gera mér grein fyrir henni, í þessum sömu
sveitum og ég áður miðaði við. Hygg ég að efnin hafi
meira eji tvöfaldast á mann frá 1(S90—191(5. I sumurn
héruðum landsins mun það hafa farið langt yfir, en
efnahagurinn máske ekki jafnast eins og æskilegt
hefði verið.
Þó framsóknin á öllum sviðuin landbúnaðarins
væri meiri en saga vor hefir að segja áður, þennan
tíma frá ÞS90, þá sést það ekki í einu né öðru annað
en að menn hafi látið sér fátt um þetta finnast. Mörg-
um fannst íramförin svo hægfara, einmitt þennan
tíma, að ekki væri við imandi. Enda hel'ir fólkið flúið
úr sveitunum jafnt og þétt, eins og enn á sér stað,
þrátt fyrir miklu stórstígari framfarir þar nú og
miklu meira menningarlíf. Ástæðan til þessa alls er