Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 181
B Ú N A í) A 1? R I T
171
Því iniður er ekki meira rúm í Búnaðarritinu en
fyrir stutta athugasemd.
Þó undarlegt sé var það eitt, sem ræðumönnum úr
■öllum stjórnmálafokkum kom saman um, að með
jarðræktarlögunum 1923 hel'ði eiginlega fvrst verið
hafizt handa um búnaðarhætur og þá sérstaklega
jarðrækt, eftir að þau náðu gildi. Nokkuð misjafn-
lega var hér fast að kveðið, en allir flokkar vildu
eigna sér þessi merkilegu lög.
Ég finn vel, að þó ég hafi leitasl við að lýsa fram-
þróun landbúnaðarins hér á landi frá því fyrir alda-
mót, þá vantar mikið til, að það sé gert til fullnustu.
Ég vil því bæta við nokkru úr skýrslum þeim, er ný-
býlanefnd alþingis safnaði, um frameiðsluhlutföll við
landbúnað árin 1890—1930. — Ef húfjáreign og fóð-
urmagn 1890 er miðuð við 100 og framþróunin skýrð
með hlutfallstölum, þá litur skýrslan þannig út:
Á livcrt 100 scni Innd- búnnð stunda konia Illutfallstölur
Ártöl Kú- Töðu- gildi hcstar Kart- öflurkg lU’ifé Fóður (iarðá- vcxtir
1890 172 199 38 100 100 100
1900 192 273 54 112 137 142
1910 239 305 74 138 153 195
1920 273 310 77 159 15(5 20.3
1930 310 424 90 180 213 237
Skýrslan sýnir, að framsóknin er minnst áratuginn
1910—1920; skýringin á því er sú, að næstum varð
stöðvun á öllum framkvæmdum bænda, er að þessu
laut, er kom fram á stríðsárunum, fyrir hina geysi-
legu kauphækkun, er allt í einu kom yfir þá, og annað
öngþveiti, er af stríðinu leiddi. — En um íramsóknina
seinasta áratuginn — sem er lilutfallslega engu meiri
cn tvo fyrstu áratugina — er það að segja, að hún,