Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 184
174
BUNAÖARR I T
búa. Að eigi var ráðist í að stofna mjólkurbú þá þegar
gerði strjálbýlið og lítil mjólkurframleiðsla, enda var
l'itan smjörið — aðal verðmæti mjólkurinnar, og
það fékkst með rjómabúunum.
I'yrsta rjómabú hér á landi var stoí'nað árið 1900,
að Seli í Hrunamannahreppi. Aðal forgöngumaður þess
var Ágúst Helgason bóndi í Birtingaholti. Rjómabúun-
uin fjölgaði skjótt. 1906 voru þau 34, 1910 voru 33
starfandi, en et'tir það l'er þeim að fæltka, svo 1915
starfa aðeins 24. Nú eru aðeins þrjú við Jýði.
Saga rjómabúanna er að mörgu leyti lærdómsrík.
Hún verður eigi rakin hér. Á sínum tíma var stofnun
rjómabúanna réttmæt, miðað við staðhætti hér og aðr-
ar ástæður, enda gerðu þau á tímabili mikið gagn og,
færðu bændum drjúgan gjaldeyri. Lífsskilyrði búanna
var hinsvegar aukin mjólkurl'ramleiðsla og endurbæt-
ur á búunum, svo að með líð og tíma gætu vaxið upp
af þeim fullkomin mjólkurbú. Hvorugu þessu atriði
liefir verið fullnægt. Mjólkurfrainleiðslan óx lítið þótt
bú væru stofnuð og umbætur á flestum búunum voru
sáralitlar. Svo kom ýmislegt annað til sögunnar, t. d.
hækltun á kjötverði o. 11.
Afleioingin af öllu þessu varð, að búin hrörnuðu,
félagsskapurinn gliðnaði sundur og fjöldi þeirra var
lagður niður. Aðeins örfáum heppnaðist að halda starf-
semi sinni nær óslitið áfram. Eitt þeirra er rjóma-
húið á Baugsstöðum við Stokkseyri, og skal nú frá
því skýrt.
Búnaðarástæður um 1900.
Um aldamótin hafði búnaður hér á landi litlum
breytingum tekið frá því sem áður var. Bændur fram-
leiddu mest til heimilisnota, en seldu litið af fram-
leiðslunni.
R jómaliú Baugsstaða nær yfir tvo hreppa, Gaulverja-