Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 186
17(5
B U N A Ð A R H I T
Stofnun of>' starf rjóniabúsins á Baugsstöðum.
Þau rjómabú, sem stofnuð voru fyrir 1904 höfðu
lánast vel. Menn urðu hrifnir af þessari nýbreytni.
Smjörið komst í hærra verð og menn fengu áður ó-
þekktar tekjur af bútun sínmn. Smáatvik mun þó hafa
verið ]>ess valdandi, að þessu var hrundið svo l'ljólt í
framkvæmd. Bóndi einn, Gísli Pálsson í Kakkarhjá-
leigu (nú Hoftúni) var um sumarið 1904 á ferð í
Reykjavík. Hann hafði 2 kassa af smjöri meðferðis.
Honum gekk salan treglega og þurfti að ganga á inilli
manna til að bjóða smjörið. í öðrum kassanum var
gulleitt sumarsmjör. Með það gekk greiðlega. í hin-
um kassanum var hvitt vetrarsmjör. Það vildu fáir.
Smjörið seldi hann á kr. 1,30 pr. kg., en hét því að
fara eigi fleiri slíkar ferðir til Reykjavíkur. Hann
kynnti sér síðan starfrækslu rjómabúa, sem þegar voru
stofnuð, og fór nú að hvetja sveitunga sína til að stofna
rjómabú, og fékk í lið með sér ýmsa góða menn, svo
sem Einar Pálsson, prest í Gaulverjabæ, Ólaf Árna-
son, kaupmann á Stokkseyri, o. fl. Þessir menn nutu
svo ráða og stuðnings Sig. Sigurðssonar, ráðunauts,
um allt fyrirkomulag búsins og framkvæmdir.
Stofnfundur rjómabúsins var haldinn á Baugsstöð-
iuu 8. okt. 1904. Hann var boðaður um Stokkseyrar-
og Gaulverjabæjarhreppa. Á fundinum var félagið
stofnað, lög samþykkt, stjórn kosin og félagar skráðir-.
Á fundinum voru mættir 40 bændur, 29 gerðust þegar
félagar, en síðar bættust við 19, svo l'yrsta árið voru
í rjómabúinu 48 félagar.
Strax að fundinum loknum var byrjað á framkvæmd-
um. Vatnsveituskurður, 1400 m. langur, var grafinn,
svo vatnsafl væri hægt að nota sem hreyfiafl á bú-
inu. Rjómaskálinn var reistur og vélar útvegaðar, og
stóð búið tilbúið og tók til starfa 21. júní 1905. Síðan
hefir það starfað áframhaldandi nema tvö ár, 1925 og