Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 188
178
BÚNAÐARllIT
þessari skyldu eru þeir, sem i'lytja burt af félagssvæð-
inu eða bregða búi. Þó getur eigi sá, sem flytur burt eða
bregður búi — nema búinu sé skipt — losnað við á-
byrgð lánsins, er á honum hvílir, nema aðalfundur
leyfi. En hann getur afhent öðrum hlut sinn í búinu,
ef sá hinn sami gerist þá félagsmaður, og tekur á sig
ábyrgðina. — Enginn, sem fcr úr búinu á heimting
á endurgjaldi frá því, fyrir það, sem hann hefir lagt
til þess að réttri tiltölu við aðra.
Nú vill félagsmaður losna við þá skyldu að vera í
félaginu hinn ákveðna tíma, og getur hann það með
því að greiða til búsins % hluta þeirrar ábyrgðar, er
ljonum að lögum ber að ábyrgjast.
6. gr.
Stjórn rjómabúsfélagsins sé skipuð formanni og
tveim meðstjórnendum. Formaður hefir á hendi allar
framkvæmdir félagsins, en falið getur hann meðstjórn-
endum sínum einstök verk, enda séu þeir jafnan í ráð-
um með formanni og honum til aðstoðai-. Stjórnin á
heimting á hæfilegri þóknun fyrir starfa sinn, er á-
kveðin sé á aðalfundi.
7. gr.
Félagið heldur einn aðalfund á ári, og aukafund
svo oft sem þurfa þykir. Kveður formaður til þeirra
og stjórnar þeim. Aðalfundur er lögmætur þá % hlut-
ar félagsmanna eru mættir. Afl atkvæða ræður úrslit-
um nema öðruvísi sé ákveðið. — Á aðalfundi skal kjósa
stjórn félagsins svo og 2 endurskoðunarmenn. — Á
aðalfundi skal og lagður fram reikningur rjómabús-
ins endurskoðaður og úrskurðaður. Þá skulu einnig
teknar ákvarðanir um störf búsins næstu ár, rædd önn-
ur félagsmál o. s. frv.
8. gr.
Félagsmenn annast flutning rjómans til búsins, og
skipa sér í deildir til þess. Kostnaðinum, sem af flutn-