Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 197
B Ú N A Ð A R R IT
187
nefnd, forsöngvari í 35 ár o. fl. Starf hans við rjóma-
húið er prýðisvel af hendi leyst.
Endurskoðendur rjómabúsins hafa verið:
Júníus Pálsson, Syðra-Seli, 1904—1930.
Jón Jónsson, Loftsstöðum, 1904—1907.
Jón Sigurðsson, Syðrigróf, 1908—1915 og 1930—33.
Dagur Brynjúlfsson, Gaulverjabæ, 1916.
Ingvar Jónsson, Stokkseyri, 1917.
Sigurgrímur Jónsson, Holti, 1918—1919.
Ingvar Hannesson, Skipum, 1920—1934.
Bústýrur hafa verið þessar:
Margrét Jónsdóttir, frá Sandlækjarkoti, 1905—1906.
Fyrsta starf Margrétar var að ferðast á milli allra
félaga til að lciðbeina þeim í mjólkurmeðferð. Kaup
hennar var frá júní til sept. kr. 128.00.
Ragnheiður Hallgrímsdóttir, 1907—1915.
Guðmunda Ólafsdóttir, 1916—1918.
Borghildur Magnúsdóttir, 1919—1924.
Sigurlína Högnadóttir, 1926.
Margrét Júníusdóttir, 1928—1934.
Allar hafa þessar bústýrur leyst störf sín prýðilega
af hendi.
Hin síðasttalda, Margrét Júníusdóttir, mun hafa
starfað lengst allra við rjómabú hér á landi, og verður
því nokkru nánar minnst á starf hennar.
Margrét er fædd 19. nóv. 1882 að Syðra-Seli í Stokks-
eyrarhreppi. Hún missti móður sína 18 vikna gömul,
sein varð úti í stórhríðarbil. Margrét ólst upp hjá ömmu
sinni, Margrétu Gísladóttur, Syðra-Seli. Hún var að-
stoðarstúlka við rjómabúið hjá Ragnlieiði Hallgríms-
dóttur 1907, en fór um haustið á mjólkurskólann á
Hvítárvöllum og útskrifaðist þaðan næsta vor. Síðan
hefir hún starfað óslitið scm rjómabústýra ú þessuin
stöðum:
Þykkvabæ í Rangárvallasýslu 1908—1921.
Hróarslæk í Árnessýslu 1922.