Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 198
188
BUNAÐARRIT
Hoí'sá undir Eyjafjöllum 1923—1927, og síðan á
Baugsstöðum. Á þessum stöðum hefir hún húið til
smjör sem nemur 173 000 kg.
Margrét dvaldi í Danmörku veturinn 1911—1912, þar
við mjólkurhúið Lögstrup á Jótlandi.
Margrét hefir lagt allt sitt starfs- og viljaþrek í að
leysa störf sín sem bezt af hendi, enda hefir henni lán-
ast það jirýðilega. Á Baugsstöðum hefir hún haft alla
umsjá á hendi, eigi aðeins hin venjulegu bússtörf
heldur og alla reikningsfærslu og forstöðu pöntunar-
félags, sem er í sambandi við búið. Margrét hefir
aldrei haft sumarfrí.
Félagar. Það hefir verið nokkur tröppugangur með
félaga í Baugsstaðabúinu. Það hyrjaði ineð 48 félög-
um, en 1913 voru þeir orðnir 94. Síðan fer þeim að
fækka, 1910 eru þeir 72, 1928 32, nú 44. Fækkunin
1928 stafar af því að allmargir gengu þá í Flóabúið.
Af félögum rjómabúsins á Baugsstöðum hafa fáir
margar kýr, flest 10, en margir 2—7 kýr.
Flutninga til búsins annast félagar sjálfir og eru
nokkrir menn sainan í samvinnu. Rjóminn er fluttur
þrisvar í viku á sumrin, en tvisvar í viku á vetrum,
til búsins.
í fyrstu önnuðust hændur sjálfir alla flutninga til
og frá búinu. Voru þá hestar notaðir, og farin ein
ferð á viku til Reykjavíkur á sumrin, en á hálfsmán-
aðarfresti á vetrum. Flutningur á hílum hyrjaði 1923.
Nii hefir húið sérstakan bílstjóra, sem flytur allt til
og frá búinu fyrir ákvæðisverð. Hann sér um sölu og
innheimtu fyrir allar seldar vörur í Reykjavík, allt í
samráði við bústýru rjómabúsins.
Framleiðsla rjómabúsins. Til húsins hafa félagar
sent rjómann. Fitumagn hans er inælt og eftir því er
greilt verð fyrir liann. Úr rjómanum er aðallega unnið
smjör. Fyrstu árin var rjóminn sýrður, en síðan eigi.
Auk smjörsins hafa einkum síðari árin verið unnir