Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 206
BÚNAÐARRIT
!<)(»
Einnig hafa Norðmenn gert ýmsar tilraunir með þara
til fóðurs og áburðar, og hafa þær rannsóknir gefið
góðan árangur, enda notkun þara þar færst mikið í
vöxt hin síðari ár, og eykst nú mjög ört þegar fólk fær
meiri þekkingu í þessum efnum.
Ég skal þá nefna notkun þara til fóðurs. Hann er
gott fóður handa öllum dýrum, með öðru eggjahvítu-
ríkara fóðri, t. d. heyi og fiskiúrgangi, en maður má
helzt aldrei gefa ltúm meira en 8 kg. af blautum þara
á dag.
Einnig er hægt að þurrka þarann og geyma hann
sein liey. Er hann þurrkaður við vind og sól. En ann-
ars er það stór villa sem menn gera, það að byrjað
er venjulega að gefa þarann of seint á vetri. Þari,
gefinn of einhliða, getur haft ill áhrif á dýrin, en ég
mun ekki fara frekar út í það nú.
Uin þang er að mestu það sama að segja. Það er
álitið heldur lélegra til fóðurs en þari, samkvæmt rann-
sóknum H. Isachsen, prófessors við landbúnaðarhá-
skóla Noregs. Þó skýrir hann frá, að 1 kg. af þurru
þangi jafngildi 800 gr. af meðal heyi þurru. í „praksis“
er þari og hey álitið jafn gott.
Annars segja t. d. Frakkar, að þang sé jafngott og
hafrar, samkvæmt rannsóknum 1917—1918, og mæla
með því fóðri handa öllum húsdýrum. En allsstaðar,
þar sem ég þekki til í Noregi, er þarinn talinn betri
en þangið til fóðurs. Um efnasamsetninguna er það
að segja, að hún er töluvert breytileg á hinum ýmsu
tímum árs.
Set ég þá hér efnagreiningu á þurru og blautu þangi:
Purrt þjuijí
Hlautl þang
Vatn .......
Lífræn ei'ni
Köfnunarefni
Fosfórsýra .
Iíalí ......
15,0%
65,0—
1,7—
0,5—
75,0%
20,0—
0,5—
0,15-
1,4—10,0—
0,3—3,0—