Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 208
198
BÚNAÐARRIT
og Skotlandi. Þaraaskan er rík af kalí og joði og er
verðmæti öskunnar venjulega reiknað eftir því, hve
mikið joð er í henni, og skal ekki farið nánar út í
það hér. í þaraöskunni er venjulega 20—25% kalí (í
þangösku 12% kalí).
Ég álít að þarabrennsla væri hér nauðsynleg, til
þess að bændur í innsveitum landsins gætu notið
góðs af áburði þessum, sem ekki einungis er ríkur
af kalí, heldur einnig af ýmsum öðrum efnum, sem
eru nauðsynleg fyrir jörðina.
Úr einni smálest af þara, nokkurnveginn þurrum,
fær maður um 200 kg. af ösku. Einnig er oft hægt að
fá markað erlendis l'yrir öskuna. Við þarabrennslu
þarf engar vélar eða eldivið. Hér á landi myndi vera
mjög auðvelt að hrenna nokkrar þúsundir smálesta
árlega.
Af framangreindu álít ég að þetta mál sé þess vert,
að hið heiðraða Búnaðarfélag Islands taki það í sínar
hendur og láti rannsaka hvernig menn yfirleitt nota
þangið og þarann, og láti einnig leiðbeina þeim, svo
að meira skipulag komist á þessi málefni. Hér gæti
sparast mikill innflutningur á áburði og fóðri, og að
mínu áliti komist á töluverð viðskipti milli þeirra, sem
búa við sjó og innsveitamanna.
í öllu falli verða þessir peningar í landinu sjálfu,
og ætti að geta verið góðar aukatekjur fyrir fólk við
sjávarsíðuna.
Þar sem svo hagar til, sem hér á landi, ættu not
þangs og þara að vera mikil og margþætt og fara sí-
vaxandi.
Ilér er þang- og þaragróður umhverfis allt landið,
inni á öllum fjörðum og víkum, og hefir þessi gróður
hingað til komið að allt of litlum notum. Að- vísu hefir
gróður þessi verið allmikið notaður til sauðfjárbeitar,
þar sem svo hagar til að féð hefir komist til sjávar,
og hefir þetta auðvitað verið mikill búbætir fyrir þá,