Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 209
B Ú N A Ð A R R I T
199
sem hafa getað notað þessi hlunnindi. En það er til-
tölulega lítill hluti af sauðfé landsmanna, sem getur
orðið beit þessarar aðnjótandi.
Þá er víst lítið eitt notað til áburðar, en ætti að verða
miklu meira í framtíðinni, þegar tillit er tekið til þess,
að þessi áburður kostar yfirleitt alls ekki neitt.
Það gæti hugsast að því yrði andmælt, og segðu
menn ef til vill, að hér væri fólksekla og þar al' leið-
andi dýr öll vinna og ef til vill myndi ekki horga sig
að leggja nolckuð að ráði í kostnað við að sækja þar-
ann.
Þeirri mótbáru myndi ég svara þannig:
Á vetrum er hér víðast hvar, að minnsta kosti í
flestum sjávarþprpum á Norðurlandi, margt af fólki,
sem hefir yfirleitt lítið eða ekkert að gera, og álít ég
að það ættu engin vandkvæði að vera á því, að einmitt
á þeim tíma viðaði fólk að sér öllum þeim þara, sem
þyrl'ti til áburðar við þorp þessi, bæði til tún- og garð-
ræktar.
Bændur, sem búa við sjó, myndu alltaf geta viðað
að sér þara í hjáverkum, yfir allan veturinn. Þar sem
svo hagar til að létt er að ná í þara, er hægt að miklum
mun að spara kaup á erlendum áburði, og ætti aukin
notkun þara, hæði til áburðar og fóðurs, að vera það
inál, sem allir góðir menn létu fúslega í té hjálp sína
og l’ylgi. Því hér á landi, sem allsstaðar annarsstaðar
í heiminum færast öll viðskipti meir og meir í þá átt,
að hvert land búi sem mest að sínu. Eins og ástandið
er nú, þá veit enginn hvenær stríð kann að slcella á,
og allar samgöngur truflist eða jafnvel teppist, og
væri að mínu áliti mjög áríðandi að menn vendust al-
mennt á að nota þara. Því væru menn orðnir vanir
við þara til áburðar, þá myndu menn að mestu geta
bætt úr áburðarþörf landsins, þótt innflutningur er-
lends áburðar brygðist, einhverra orsaka vegna.
Ég skal því næst skýra frá ýmsum aðferðum, sem