Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 212
202
B Ú N A Ð A R R I T
ar missa frekar lílið af áburðarefnum, bezt væri þó
að hafa þá undir þaki, en það er venjulega of mikil
fyrirhöfn, enda oft ekki nægilegt húsrúm hjá mönn-
um til þess.
Um fóðurgildi þangs og þara: Skal ég hér byrja með
að setja efnagreiningu á blautum þara og þangi. Hér
framar i greininni var skýrt frá efnagreiningu á blautu
og þurru þangi. En af báðuin tegundunum saman-
lilönduðum er efnagreiningin þannig: Þurefni 25%
og af því eru 3% eggjahvíta, %% fita, 13% kolvetni,
2% tréni og 6—7% aska. 100 kg. af þangi og þara er
álitið að sé 7 fóðureiningar, og er þá hér auðvitað átt
við blautt efni. Þang er að margra áliti lélegra til
l'óðurs en þari. Það er einnig venjulega erliðara að fá
öll dýr til að éta það, nema malað og í sambandi við
annað fóður. Aftur á móti virðist mjög sjaldan vera
nokkur vandkvæði á því að fá skepnur til að éta þar-
ann. Eins og efnagreiningin hér að framan ber með
sér, þá er lítið af eggjahvítn og fitu í sjávarjurtum
þessum, og þarf þess vegna, ef þari og þang er notað
til fóðurs, að gefa með þvi efni sem eru ríkari af
eggjahvítu, t. d. hey, síld og fiskúrgang allskonar.
En mesta þýðingu hefir þarafóður vegna þess hvað
þari er ríkur af kolvetnum, sem oft er 50—60% af
þurefninu.
Meðal annars skal ég gera þá athugasemd viðvíkj-
andi eínagreiningunum hér að framan, yfir blautt þang
og jiara, að hráeggjahvíta sú, er þar er nefnd, er ekki
ennþá rannsökuð svo mikið, að hægt sé að segja ná-
kvæmlega hve mikið af henni er meltanlegt.
l5g skal því næst nefna nokkrar af þeim aðferðum,
sein notaðar eru til að liagnýta þarann sem fóður, og
skal hér fyrst byrjað með blautum þara og þangi, en
það eru þá fyrst og fremst þarinn og sölin, sem þar
koma til greina.