Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 213
BÚNAÐARRIT
203
Eins og áðiu- hefir verið drepið á, eru ýms efni í
þaranum, sein þörf er á að fjarlægja að miklum mun,
áður en hann er notaður til fóðurs að nolckru ráði.
Er það þá fyrst að ætíð er of mikið af joði í þara til
fóðurs. Joð er að vísu áríðandi að öll dýr fái, en það
er of stór skammtur af joði í þara, svo þess vegna
verður að fjarlægja noltkuð af því efni. Einnig eru
ýms sölt sem þarf að fjarlægja eða minnka að mun.
Hefir það sýnt sig að hezta og ódýrasta ráðið til þessa
er að leggja þarann í valn og láta hann liggja þar i
12—14 klst. Ekki má gefa skepnum vatn það, sein þar-
inn hefir legið í. Hafi maður heitt vatn er nóg að láta
þarann liggja i því i % klukkustund, en þá verður
vatnið að vera snarpheitt, og ekki má heldur nota það
vatn handa skepnum. Annars býst ég við að það verði
of kostnaðarsamt að nota heitt vatn, nema þá þar sem
svo til hagar, að liverir eða laugar eru í námunda við
þarafjöru. Á þeim stöðum ætti að vera mjög létt að
hreinsa þarann.
Þang þarf sömu aðgerðar við til að fá það liollt og
nothæft handa skepnum.
Yfirleitt mundi blautur þari vera beztur handa kúm,
hestum og svínum. Það yrði sennilega illmögulegt að
koma því við handa sauðfé, það sækir hann sem kunn-
ugt er sjálft, en hitt er vist, að miklu betra væri það,
ef hægt væri að þvo þarann einnig handa sauðfé á
vetrum.
Að gefa blautan þara er mjög heppilegt þar sem svo
hagar til, að alloftast er hægt að ná í þara, en ekki
telst það vera heppilegt að gefa kúm meira en 8 kg.
á dag. En það er áríðandi að draga aldrei of lengi að
fara að gefa þarann á veturna, því þá fyrst kemur
þarinn að notum, að liann sé gefinn í réttu hlutfalli
við annað fóður, t. d. x/z þari og % hey. En ég skal
taka það fram, að el' þari er fluttur heim og geymdur