Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 214
204
BÚNAÐARRIT
nokkuð áður en liann er notaður, og hafi rignt á hann,
þá þarf ekki að láta hann liggja eins lengi í vatni, en
aftur á móti virðist þang alltaf þurfa að liggja í bleyti,
jafnvel þó rignt hafi á það.
Það hagar auðvitað ekki alstaðar þannig til, að hægt
sé venjulega að fá blautan þara, og vil ég þá henda á
að hægt er að þurrlca hann seni hey og geyma hann,
og væri það gott fyrir þá sem nota þara, að þurrka
alltaf eitthvað, svo alltaf væri lil þari og mundi það
vera bezti tíminn að þurrka þarann á vorin. Þurran
þara éta yfirleilt allar skepnur, þegar þær venjast
honum.
Aðferðin við þaraþurrkun er sú, að maður tekur
góðan þara og flytur hann þangað sem eru klappir
eða hreinir steinar, og l)reiðir hann þar, og verður að
snúa honum einu sinni á dag. Ekki má koma sandur
eða mold í þarann. Um þvott á þessum þara er það
að segja, að venjulega er hann ekki þveginn, aðeins
skolað af honum sandi og öðrum óhreinindum áður
en hann er þurrkaður, og eru það aðallega hlöðin sem
menn þurrka til fóðurs. Fái þarinn dálítinn riglingar-
skúr á sig í byrjun, er það ágætt, en ekki er það heppi-
legt að rigni á hann, þegar hann er orðinn grasþurr.
Engu verra er að þurrka þara en hey, mátulega þurr er
hann, að liann haldi 10—12% vatni. Hvort þarinn sé
þurr verða menn að fara eftir reynslu sinni, en þó er
það eitt merki á þaranum, sem segir til um hvort
hann muni vera takandi, og það er að hvítir blettir
komi út á blöðunum. Halda menn oft, að þetta sé
mygla, en svo er ekki. Þetta er efni í þarnum, sem
heitir m a n n i t og er það sætt á bragðið. Þegar all-
mikið sést af þessum blettum á þarinn að vera það
þurr, að hann sé tækur. En sjálfsagt getur þari myglað,
sé hann tekinn inn of illa þurr, og ættu menn að forð-
ast það. Þegar gefa á þarann er bezt að tæta hann
sundur, að minnsta lcosti að nokkru. Einnig er þetta