Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 217
B U N A Ð A R R I T
207
garðinn og síðan plægður niður. Þaraleggina er venju-
lega illt að i'ást við, verða þeir að leggjast niður í plóg-
farið. Sé þarinn vel fúinn er nóg að herfa hann niður
í akurinn eða garðinn.
Sumir hat'a ekið þara á slétturnar á haustin og látið
hann liggja þar yfir veturinn og fúna, en ekki má hann
liggja þykkt á og verður að dreifa honum vel. Er hann
oft horfinn að mestu á vorin nema leggirnir. Þeir eru
allsstaðar illir viðfangs, og fær maður þá venjulega
fljótast til að fúna með því að láta þá saman við mykj-
una. Þau hlöð og rusl sem hefir þornað upp er venju-
lega tekið og hrennt og askan horin á, og er þessi aska
ekki að öllu gagnslaus, þótt ekki hafi hún það nota-
gildi sem venjuleg þaraaska, og skal síðar skýrt frá
því. Einnig hafa menn reynt það og gelist vel, að taka
þarann og leggja hann í mykjuhúsið og blanda hon-
um í mykjuna.
Áburður þessi hefir fengið mikið hrós af þeim sem
hafa reynt hann lil hverskonar ræktunar sem vera skal,
en óneitanlega er það meiri fyrirhöfn en t. d. að leggja
þarann i hauga. Eins gefst þari vel við kornrækt.
Frakkar nota þara og þang sem áburð við allskonar
grænmetisræktun, en þeir sækjast sérstaklega eftir því
að þarinn og þangið sé alveg nýrekið, og ef það ekki
er fyrir hendi rífa þeir þangið sem fast er i fjörunum,
eða fara út á bát og skera þara, og eru það rannsóknir
Frakka, sem hafa gefið þann árangur, að sannað er að
í 1280 kg. al' þara væri eins mikið köfnunarefni og kali
eins og í 3500 kg. af góðum húsdýraáburði.
Ennfremur er vert að geta þess, að með þaraáburði
fylgir ekki illgresi, og er það stór kostur ,og vita þeir
það Jiezt sem fengizt hafa við útrýmingu þess.
Aftur skal það tekið fram, að það getur verið óheppi-
legl að hera þara á mörg ár í senn, og ættu menn að
hafa þá reglu, að breyta til um áburð öðru hvoru, því
víðast er til nokkur húsdýraáburður og ætti þessi