Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 220
210
B Ú N AÐ ARRIT
tel ég óhjákvæmilegt að hið opinbera setti reglur um
kalímagn það sem askan ætti að halda, svo afar inis-
munandi sem hún er að gæðum. Bezta ösku fær mað-
ur i marz—apríl, og er það aðallega þá að þarabrennsla
er rekin erlendis.
Þari sá, sem notaður er til brennslu er hrossaþari
(Laminaria Digitata og ýms afhrigði af Lamiaria ætt-
inni). Bæði blöðin og leggina á að nota. Þang er yfir-
leitt ekki brennt, þar sém það inniheldur svo lítið bæði
af joði og kalí, að það borgar tæplega þá fyrirhöfn.
Þari sá, sem á að brenna, þarf að vera nýrekinn og
er hann breiddur á steina og klappir. Það má alls ekki
þvo hann, og er það áríðandi að ekki komi vatn á hann
meðan á þurrkuninni stendur, því þá missir þarinn
mikið iiæði af kalí og joði, og verður því alllaf a5
giela fyllstu varúðar í þeim efnum. Þar sem svo hagar
til að sandur er í fjöruin, þá er það yfirleitt erfitt að fá
góðan þara, því það má elcki vera sandur í öskunni,
en oft er hægt, þó fjaran sé sendin, að ná í hreinan
þara, ef mikið er af honum og ekki gengið of nærri
fjörunni.
Ef brenna á þarann strax og hann er það þur, að
liægt sé að brenna hann, þá þarf hann ekki að vera
meira en hálf þurr. En ef menn aftur á móti vilja
þurrka allinikið al' þara og geyma til brennslu seinna,
þá þarf liann að vera svo þurr að hann þoli geymslu
(10—12% vatn).
Tæki þau sem notuð eru til þarabrennslu eru yfir-
leitt mjög svo einföld.
Fyrst þarf að velja slað, sem er vel þurr og hreinn.
Svo býr maður til hlóðir úr steinum og hel'ir steina í
botninn. Dýpt lilóðanna þarf að vera 40 cm. og um-
mál þeirra 40—50 cm. Ofan á hlóðirnar leggur maður
svo járnristar (gamlar ketilristar). Svo byggir maður
dálítinn garð ofan á ristarnar á hlóðarveggjunum,
garður þessi þarf ekki að vera nema nokkra þuml. hár»