Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 221
BÚNAÐARRIT
211
er hann aðallega lil þess að þarinn ekki detti út af
ristunum. Bezt er að brennsluflöturinn upp í ristun-
um sé sá sami og ummál hlóðanna, eða um 40—50
cm. Bilið milli ristanna er venjulega haft 2—2% þuml.
Það þarf að hat'a dálitla steinlagða grój) framan við
hlóðirnar, til þess að raka öskunni út á. Þegar farið er
að hrenna í hlóðunum þarf að gæta þess að ekki komi
logi, heldur á að svæla þarann. Oft vill það verða að
loga vilji skjóta upp, og bætir maður þá nokkrum þara-
blöðurn á eldinn, sem eru ekki eins þur, og gengur svo
koll af kolli. Verður alltaf, meðan á brennslunni stend-
ur, að hafa nánar gætur á öllu og alltaf hæta þara á
eftir þörfum. Einnig verður að gá vel að því að askan
detti niður, verður að þrýsta smátt og smátt á þar-
ann með skóflu eða einhverju öðru verltfæri, og getur
oft verið nauðsynlegt að hafa ristarhníf. Sönmleiðis
þarf að hræra í öskunni meðan hún er að kólna, ann-
ars hleypur hún í gjall, sem er mikil vinna að mylja
sundur, og eins missir hún einnig í gæðum á öðrum
sviðum. Sé gola verður að „skýla hjá“ eftir þöri'um.
Þegar askan er orðin köld er hún látin í poka og verður
að geymast i húsi, og þolir hún þá vel langa geymslu.
Til þess að hægt sé að l'á dálitla hugmynd um þara-
brennslu, hve inikinn þara þurfi t. d. til að fá 100 kg.
al' ösku, skal þess getið að til þess þarf kringum 500
kg. af þara, og í þessum 100 kg. af ösku eru 20—25 kg.
af kalí.
Þessi 500 kg. af þara þurfa að vera það þur, að hægt
sé að brenna hann, en það er venjulegast að sá þari
er rúmlega hálfþur.
í þaraösku er venjulega l'rá 1,4 til 1,9% joð.
Það kemur alltoft fyrir, meðan menn eru óvanir
þarabrennslu, að askan verður slæm, verðlítil að því
leyti, að hún hefir elcki það joðinnihald, sem þurfa
þykir ef um útflutning er að ræða. Er þetta afarslæmt,
því verðið reiknast eftir því hve mikið joð er í ösk-