Búnaðarrit - 01.01.1936, Side 225
HÚ NABARRI T
215
lirepps. Eftir ósk sandgræðslustjórnarinnar var fund-
ur haldinn á liingstað hreppsins að Skarði 14. maí
1933, til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd.
Mættir voru á i'undi þessum allir, 5 hreppsnefndar-
menn, Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri, Gunn-
laugur Kristmundsson, sandgræðslustjóri, en aðeins
einn af bændum þeim, sem hlut áttu að máli, Guðni
Jónsson bóndi í Skarði. Var hann sá, er mest átti í
eign þeirri, sem um þurfti að semja, og efnaðastur af
3 innanhreppseigendum. Var því allt gert, sem mönn-
um hugkvæmdist til að vinna hann lil fylgis við mál
það, sem hér um ræðir, en hann kvaðst helzt ekkert
vilja sinna því, vegna þess að jörð sú, Skarð, væri litlu
■eða engu bættari fyrir það, þótt þessi ráðgerða sand-
.græðsla kæmist í framkvæmd; hún væri sjónarlega
gerð til þess fyrst og fremst að verja annara en sitt
land og sinna sameignarmanna fyrir skemmdum,
cnda myndi sama endurtaka sig með þenna ráðgerða
sandgræðslublett, hvað sandeyðileggingu snertir, eins
og nú væri ástatt með blett þann, er græddur hafði
verið upp í Fellsmúlalandi, úr því ekki væri eða leng-
ist byrjað við upptök sandgárans.
Af þessum eða þeim líkum undirtektum aðaljarð-
areigandans, varð öllum viðstöddum ljóst, að ekki
væri minnstu líkur lil þess, að mál þetta fengizt til
lykta leitt á þeim grundvelli, sem til var stofnað. —
IJegar hér var komið, hugkvæmdist eimun hrepps-
nefndarmanni, Guðmundi Árnasyni hreppstjóra í
Múla, að l)jóða 500 ltr. styrk af sveitarsjóði til fram-
kvæmdar þessu máli. Var svo talað fyrir því, að öll
hreppsnefndin féllst á það, og eftir tilmælum á fund-
inum, gerði lir. Gunnlaugur Kristmundsson, sand-
græðslustjóri, áætlun um, hve hár kostnaðarhluti
bændanna yrði, þegar þessi framboðni stvrkur til
þeirra væri dreginn frá þeim %, sem þeim bar að
leggja til.