Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 228
Sandgræðslan við Skarðsfjall
og skýrsla hreppsnefhdar Landmannahrepps.
Eitt af verstu sandfokssvæðum, sem reynt hefir
verið að græða, og hefta sandfok á, er „gárinn“ við
Skarðsfjall. Undir austurhlið fjallsins var Skarð og
nokkrar hjáleigur, en við suðvesturenda þess var
Fellsmúli. Öll þessi býli eru eydd af sandfoki, og þar
sem túnin voru áður og graslendi, var hin ömurleg-
•asta auðn, en bæirnir fluttir, sem byggðir eru.
Þegar stormar voru af norðaustri, var sandfok
mjög mikið við Skarðsfjall að austan, og barst það
yfir fjallsendann, á graslendi fyrir vestan fjallið.
Landið þar var farið að skemmast og lá undir eyði-
leggingu, hæði af sandfokinu og moldarrennsli úr
fjallinu.
Næstu bæirnir voru i hættu, Múli og Hellur, tún
þeirra og haglendi. Menn sáu hættuna, og ræddu um
hana, en stóðu ráðþrota yfir því, livað gera ætti.
Nokkrir af hreppsnefndarmönmmum sögðu, að það
væri kraftaverki næst, ef þetta sandfok yrði heft,
gróður fengist í gárann, og landið fyrir vestan Skarðs-
fjall yrði varið fyrir sandfokinu.
Þannig var ástatt, þegar Sandgræðsla íslands, árið
1919, setti smágirðingu vestan í Skarðsfjalli, var hún
við landamerki Fellsmúla og nefndra jarða, og var
girt það af landi þeirra, sem mest var skemmt. Þessi
girðing var kostuð bæði af ríkissjóði og landeigend-