Búnaðarrit - 01.01.1936, Blaðsíða 229
BÚNAÐARRIT
219
um. Þar voru svo gerðar smátilraunir til varnar
sandfokinu. Þetta gaf svo góða raun, að ráðist var í
það 1922, að girða yfir Skarðsfjall, á merkjum milli
Fellsmúla og Skarðstorfunnar, og var sá girðingar-
kostnaður greiddur af opinberu fé; svo hefir og verið
um allan sandgræðslukostnað á því landi, þ. e. Fells-
múlalandi.
Árið 1933 var það augljóst, að þörf var á að stækka
þessa girðingu, norður með Skarðsfjalli að austan,
inn á land Skarðstorfunnar, og í tilefni af því hélt
hreppsnefndin í Landmannahreppi fund 14. maí sama
ár, og mættum við Sigurður Sigurðsson búnaðar-
málastjóri á fundinum. Fundargerð hreppsnefndar-
innar frá þeim fundi birti ég í skýrslu minni í 59. árg.
Búnaðarritsins, bls. 140; ég vísa því til hennar þar.
Aðalumræðurnar á fundinum voru um sandgræðsl-
una, einkum við Skarðsfjall. Fundarmenn könnuð-
ust allir við að sandgræðslan þar gerði gagn, og að
girðinguna þar þyrfti að stækka, en um l'járfram-
lög til þess verks greindi menn allmikið á. Hrepps-
nefndin hclt nxjög ú lofti, nð nýgræðingurinn i Fells-
múlagirðingunni væri í mikilli hættu, en vildi litið
gcrn úr þvi. sem var aðnlatriðið, það crn bæirnir og
landið fgrir vestan Skarðsfjall, sem verið er að verja.
Ég gckk út frá að rikissjóður greiddi % hluta af kostn-
aði, ef landeigendur legðu til % og ábyrgð hlutaðeig-
andi hrepps, eða sýslu fengist fyrir skilvísri greiðslu
á framlagi Iandeigendanna, jafnótt og þess þyrfti með,
bæði til girðinga og græðslu.
Eini landeigandinn á þessum fundi var Guðni Jóns-
son, bóndi i Skarði, sagði hann að landeigendur
Skarðstorfunnar hefðu lítið eða ekkert gagn af þess-
ari girðingu, hún væri gerð fyrir þá menn, sem ættu
heima fyrir vestan Skarðsfjall. Um þetta varð all
mikið málþóf, og segir hreppsnefndin svo frá í skýrslu
sinni: