Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 234
224
B Ú N A 1) A R R I T
Það, sem nefndin tók sér fyrst fyrir hendur, var
að leita upplýsinga um bygging íbúðarhúsa í sveit-
um á síðustu árum. Um hús þau, er byggð hafa verið
af bændum án verulegrar lántöku, eru því miður
■engar skýrslur. Aftur á móti hefir nefndin getað aflað
sér upplýsinga hjá þeim lánstofnunum, Ræktunar-
sjóði og Byggingar- og landnámssjóði, er hafa á und-
anförnum árum aðallega lánað til þessara húsa.
Samkvæmt uppiýsingum, sem nefndinni hafa bor-
izt, hafa verið veitt úr Ræktunarsjóði til húsabygg-
inga í sveitum síðastliðin 10 ár samtals 534 lán yfir
2000 kr„ auk allmargra smærri lána.
Meiri hlutanum af þessum lánum mun hafa verið
varið til byggingar íbúðarhúsa eða til endurbóta á
þeiin, auk einhverra al' smærri lánunum. Því miður
er ekki kostur á ábyggilegum skýrslum um þetta,
þar eð ræktunarsjóðslögin gera ekki ráð fyrir telj-
andi eftirliti með því, hvernig og úr hvaða efni bygg-
ingarnar séu gerðar. Öðru máli er að gegna um þau
hús, er hyggð hafa verið fyrir fé úr Byggingar- og
landnámssjóði. Um þau eru lil allýtarlegar skýrslur,
þar eð þau hafa verið byggð með leiðbeiningum og
undir eftirliti sjóðsstjórnarinnar eða starfsmanna
hennar.
Nefndin tók sér því fyrir hendur að rannsaka árang-
urinn al' starfsemi Byggingar- og landnámssjóðs, ef
vera mætti að af þeirri reynslu er þar lægi fyrir fengj-
usl bendingar um, á hvern hátt endurbygging bæjar-
húsa í sveitunum yrði liezt og haganlegast fyrir
komið.
A síðastliðnum 7 árum hefir sjóðurinn lánað til
endurbygginga á 330 jörðum og jarðapörtum. Ennþá
er ekki fullgengið frá allmörgum af þessum bygg-
ingum og fullnaðarskýrslur því ekki l'yrir hendi.
Hús Jiau, er hér um ræðir, eru byggð úr steinsteypu,
flest með tvöföldum veggjum og járnþaki. Mörg þeirra