Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 236
BÚNAÐARRIT
22(5
takmörkuðu kröfur sínar og sjóðsstjórnin varð ihalds-
samari, svo að hámark lánveitinga er nú orðið 6—8
þús. kr. Loks hefir húsameistari sjóðsins notfærl sór
margvíslega reynslu undanfarinna ára i þá átt að
þoka byggingarkostnaðinum niður. Ennþá er ekki
fullgengið frá allmörgum síðustu lánunum og urðu
þau því ekki tekin ineð í meðaltalinu.
Ef tekið er meðaltal af þeim lánunum í Byggingar-
og landnámssjóði, sem veitt hafa verið 2—3 síðustu
árin og fullgengið er frá, verður niðurstaðan þessi:
Byggingarkostnaður rúml............... kr. 9000
Lánsupphæð ............................. — 5680
Landverð jarðanna ...................... — 4700
Rúmtak pr. hús ........................ m3 380
Kostnaðarverð pr. m3 ................. kr. 23
Gjald af láninu (afborgun og vextir) verður — 284
Til samanburðar og fróðleilts má geta þess, að sam-
kvæmt upplýsingum er nefndin hefir getað aflað sór
um verkamannabústaðina, er hyggðir voru 1932, varð
kostnaðurinn við 2—3 herbergja íbúðir, eldhús,
geymslu i kjallara og sameiginlegt þvottahús, sem
hér segir:
Kostnaður við verkamannaíbúð að meðalt. kr. 961(5
Lán að meðaltali ...................... — 8170
Rúmmál ca.............................. m3 240
Kostnaður pr. m3 ca.................... kr. 40
Árleg greiðsla í 42 ár, afborgun og vextir — 408
Við samvinnubyggingarnar í Reykjavik, er byggðar
voru 1933, heí'ir kostnaðurinn að mestu, samkvæmt
skýrslu sem hirt er í Samvinnunni 1 h. 1935, orðið
sein hór segir:
1. Einbýlishús lir steinsteypu, 7 herh., eldhús og bað:
Kostnaðarverð .................... kr. 25400
Lán ................................ — 15000
Rúmmál rúml........................ m3 470
Kostnaður pr. rúmmetra ....... ca. kr. 54