Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 242
232
BÚNAÐARRIT
tíma t. d. síðari hluta hausts og veturinn, þegar tíð
er góð, til undirbúnings undir byggingar, gætu bænd-
ur oft sparað sér talsvert fé. Flutningur á möl og
sandi, kjállaragröftur, grjótfylling undir vegg o. f.
má gera á þessum tíma árs.
Þar sem bæir standa óhreyfðir að mestu getur verið
mjög hagkvæmt að steypa íbúðarhúsin á 2 árum, t. d.'
þar sem steiuloft er yfir kjallara, að steypa kjallar-
ann og loftið fyrra vorið. Á þann hátt notast heima-
vinna betur en ella og kostar hóndann minni útborinn
eyri, en mestu munar þetta þar sem bóndinn er sjálf-
ur smiður eða svo lagtækur, að hann geti komið íyrir
steypumótum.
Loks er áriðandi að bændur leitist fyrir um að
nota ódýr, vinnusparandi tæki við þessa vinnu ekki
síður en aðra, t. d. er í sumum sveilum öll sements-
steypa hrærð í þar til gerðum ámum og með hestafli;
sparar það að minnsta kosti 2 verkamenn.
Reynslan, sem fengizt hefir við það að athuga reikn-
inga yfir Byggingar- og landnámssjóðshúsin sýnir,
að hjá tveim hændum, er byggðu eftir sömu teikn-
ingu á sama árinu og við svipaða aðstöðu, verða vinnu-
launin rneira en þriðjungi hærri hjá öðrum af því að
hann hefir ekki hirt um neinn undirbúning og látið
vinna öli störf á dýrasta tíma ársins.
Ef bændur hafa þessi atriði hugföst, sem hér liefir
verið drepið á, mundi þeim áreiðanlega takast að
þoka allverulega niður útbornum eyri til bygging-
anna frá því, er nú tíðkast.
LcWbeiningar. Á síðustu árum hafa orðið miklar
framfarir í húsagerð og húsaskipan í sveitum. Þetta
má sérstaldega þakka því eftirliti og leiðbeiningum
sem Jóhann Fr. Kristjánsson hefir haft á hendi um
all-langt skeið og nú siðast fyrir Byggingar- og land-
námssjóð, og þótt benda mætti á eitt eður annað, er
betur hel'ði mátt fara, þá hefir líka á þessum árum