Búnaðarrit - 01.01.1936, Síða 245
B U N A Ð A R R IT
235
bóndinn er ekki sjálfur smiður verður þessu þó ekki
við komið að því er snertir smíðavinnu.
Mjög víða hafa hús í sveitum verið gerð af mönn-
um, sem búsettir eru í sveitinni, með meiri eða minni
aðstoð faglærðra manna úr kaupstöðum. Eins og að
líkindum ræður hafa þeir sveitamenn, sem fást við
byggingar í sveitum, oft litla fagþekkingu samanborið
við fagþekkingu kaupstaðamanna, þar sem hægt er að
beita 4—6 sérfræðingum, hverjum í sinni iðn, við
sömu bygginguna.
Nú er svo háttað, að lcaupstaðarbúar meta yfirleitt
vinnu sína mun hærra en sveitamenn og jafnvel enn
hærra þegar þeir þurfa að sækja vinnuna út í sveit-
irnar, en þeir fá heima fyrir. Þetta gerir það að verk-
um, að flestir bændu forðast, svo sem unnt er, að
sælcja vinnuafl til smíða sem annars í kaupstaðina.
Þær ástæður, sem taldar liafa verið, og að leggja
verður kapp á, að þoka byggingarkostnaðinum niður,
gera það augljóst, að það er l'ull nauðsyn að gefa
þeim sveitamönnum kost á leiðbeiningum í starfi sínu
er gerast hjálparmenn bændanna til að koma skýli
yfir fólk og fénað.
Forstöðumaður teiknistofunnar, Jóhann Fr. Ivrist-
jánsson, hefir á undanlornum árum reynt að leið-
beina bæði bréflega og á fcrðum sínum, svo sem föng
eru á. Ennfremur hefir hann lcennt á nokkrum nám-
skeiðum og skrifað leiðbeiningar um húsagerð i
„Handbók fyrir bændur“. Um þetta er ekki nema
gott að segja, en það mundi þó koma að enn lyllri
notum ef haldin væru í hverju héraði námskeið á
nokkurra ára fresti fyrir þá er sérstaklega stunda
húsabyggingar í sveitum svo þeir geli leyzt störf síu
betur al' hendi og' með meiri hagsýni en nú er gert.
Hér að framan hefir verið gerð grein fyrir því, að
til þess að bændur almennt geli byggt varanleg og