Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 247
BÚNAÐARRIT
237
um í sveitum, þrátt fyrir kreppuua og örðugan hag
bænda, t. d. hafa verið hyggð á þesum árum 188 stein-
hús fyrir lán úr Byggingar- og landnámssjóði; auk
þess hefir verið hyggt talsvert fyrir lán úr Ræktun-
arsjóði og öðrum lánstofnunum og svo eitthvað af
eigin ramleik, en um þessar byggingar vantar allar
skýrslur.
Af skýrslu þeirri, sem birt er hér að framan, er
það Ijóst, að árið 1930 er tala torfbæja langt yfir
helming al' öllum bæjarhúsum í sveitum. Flestir
þeirra voru þá gamlir, því undantekning má það telj-
ast, ef torfbæir hafa verið byggðir á síðari árum, og
allmargir vafalaust komnir að falli.
Ef gert er ráð fyrir að þeir torfbæir sem til voru
1930 verði allir að endurbyggjast fyrir árslok 19(50,
og þykir þá djarl'lega áætlað um endingu þeirra, verða
það að meðaltali um 115 hús á ári.
Timburhús eru yfirleitt nýlegri, þó eru allmörg
þeirra orðin um og yfir 40 ára gömul, og illa hyggð
í upphafi.
Sé gert ráð fyrir að timburhúsin, sem byggð voru
fyrir árslok 1930, verði öll að endurbyggjast fyrir
árslok 1980, sem einnig er mjög djarflega áætlað,
verða það að meðaltali rúml. 30 hús á ári.
Samkvæmt þessari áætlun hefði siðan 1930 og fram-
vegis uin næstu 24 ár þurft að endurbyggja árlega að
meðaltali rúmlega 145 hús og bæi í sveitum, eða á
þeim 5 árum, se.m nú eru liðin síðan manntalið fór
fram, samtals 725 hús, en á því mun hafa orðið mikill
misbrestur.
Síðastliðin 7 ár hafa verið byggð fyrir lán úr Bvgg-
ingar- og landnámssjóði sern hér segir:
Árið 1929 ......... 52 hús
— 1930 9(5 —
— 1931 52 —
— 1932 10 —