Búnaðarrit - 01.01.1936, Page 250
24(1
BÚNAÐARRIT
Þctta er mikils til of lítið, eins og þegar hefir verið
gerð grein fyrir.
Sú leið, sem fyrst verður fyrir og beinast liggur
við, er að auka framlag ríkisins til Byggingar- og
landnámssjóðs, en eins og komið er fjárhag skatt-
þegnanna og ríkissjóðs, hefir nefndinni þó ekki þótt
fært að gera tillögur um það, enda þótt ekki verði
hjá því komizt að leggja nýjar óbeinar kvaðir á rikis-
sjóðinn eins og síðar mun verða greint.
Næst lá fyrir að athuga, hvort ráðlegt þætti að Bygg-
ingar- og landnámssjóður tæki nýtt lán og byggði starf-
semi sína á því að framlag ríkissjóðs gangi að mestu
eða öllu leyti til að standast mismuninn á útlánsvöxt-
um og þeim vöxtum, er sjóðurinn yrði að greiða af lán-
um sinum. Nefndin hafði nokkra tilhneigingu til að fara
þessa leið, en hefir þó að vel athuguðu máli fallið frá
því og' það fyrst og fremst vegna þess, að með þeim
liætti eignast sjóðurinn lítið eða ekkert eigið fé, en
nefndin telur að með þeim hætti yrði grundvöllurinn
ol' veikur undir starfsemi sjóðsins.
Að öllu þessu athuguðu telur nefndin hagfelldustu
fjáröflunarleiðina t'yrir sjóðinn þá, að Byggingar- og
landnámssjóður fengi heimild til að gefa út vaxtabréf
fyrir allt að 200 þús. kr. á ári með 3% vöxtum, en
að bréfin yrðu undanþegin tekju- og eignarskatti.
A þann hátt losnaði sjóðurinn við að giæiða vaxta-
misnnin af lánsfénu og hefði allt að 400 þús. kr. ár-
lega til útlána handa bændum.
Að sjálfsögðu verður ekki með vissu sagt uin,
hversu takast muni um sölu slíkra bréfa, en það er
skoðun nefndarinnar, sem styðst við umsögn dóm-
bærustu manna, að miklar likur séu til að hréfin
seljist.
Ræktunarsjóður hefir verið aðalhjálparhella hænda
um langt skeið til að hrinda af stað ýmsum umbót-
um í búnaði, og svo er enn. Verkefni sjóðsins er meðal